Hagar loka Topshop á Íslandi Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 12:52 Verslun Topshop í Kringlunni var opnuð 2007. Vísir/Vilhelm Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.Finnur Árnason, forstjóri Haga„Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ segir Finnur. Hagar reka tvær Topshop tískuvöruverslanir hér á landi eða í Smáralind og Kringlunni. Þær eru starfræktar með sérleyfissamningi við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur segir að versluninni í Smáralind verði lokað í apríl og í Kringlunni í ágúst eða september. Aðspurður hvort koma sænska fataverslunarrisans H&M hingað til lands, sem mun opna bæði í Smáralind og Kringlunni, hafi átt þátt í ákvörðuninni ítrekar Finnur að stutt sé eftir af leigusamningunum. „Það er komið að lokun leigusamninga og það gerir það að verkum að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Finnur. Topshop í Smáralind opnaði árið 2001 en verslunin í Kringlunni árið 2007. Verslun H&M í Smáralind verður opnuð síðar á árinu en hún verður rekin í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú fataverslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. H&M opnar svo á 2. hæð Kringlunnar í verslunarrýminu þar sem Hagkaup, sem einnig er í eigu Haga, var áður. Tengdar fréttir Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30 Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.Finnur Árnason, forstjóri Haga„Það er í rauninni stutt eftir af leigusamningunum og því var tekin ákvörðun um að framlengja ekki. Þetta er meginástæðan,“ segir Finnur. Hagar reka tvær Topshop tískuvöruverslanir hér á landi eða í Smáralind og Kringlunni. Þær eru starfræktar með sérleyfissamningi við Arcadia Group Brands Ltd. í Bretlandi. Finnur segir að versluninni í Smáralind verði lokað í apríl og í Kringlunni í ágúst eða september. Aðspurður hvort koma sænska fataverslunarrisans H&M hingað til lands, sem mun opna bæði í Smáralind og Kringlunni, hafi átt þátt í ákvörðuninni ítrekar Finnur að stutt sé eftir af leigusamningunum. „Það er komið að lokun leigusamninga og það gerir það að verkum að þessi ákvörðun var tekin,“ segir Finnur. Topshop í Smáralind opnaði árið 2001 en verslunin í Kringlunni árið 2007. Verslun H&M í Smáralind verður opnuð síðar á árinu en hún verður rekin í sama verslunarplássi og Debenhams var áður í. Sú fataverslun var einnig rekin af Högum og henni lokað í byrjun árs. H&M opnar svo á 2. hæð Kringlunnar í verslunarrýminu þar sem Hagkaup, sem einnig er í eigu Haga, var áður.
Tengdar fréttir Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45 Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53 H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30 Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00 Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd. 22. febrúar 2017 13:45
Kringlunni breytt vegna H&M: Rúllustiginn verður ekki færður Forsvarsmenn Kringlunnar og Smáralindar munu á næstu dögum ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. 16. febrúar 2017 09:53
H&M kemur í Kringluna árið 2017 Stefnt er að því að H&M opni verslun sína í Kringlunni fyrir lok árs 2017. 13. október 2016 14:30
Debenhams lokað í Smáralind á næsta ári Hagar náðu ekki samningum við Smáralind um áframhaldandi leigusamning fyrir verslunina Debanhams. Henni verður því lokað í síðasta lagi í maí á næsta ári. Hefur ekkert að gera með mögulega komu H&M hingað, segir forstjóri Haga. 30. júní 2016 07:00