Tesla tapaði 82 milljörðum og framleiddi 76.230 bíla í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 11:45 Tesla Model 3. Tesla hefur gert upp síðasta ár og tap félagsins nam 746,3 milljónum dollara, eða um 82 milljörðum króna. Alls framleiddi Tesla 76.230 bíla í fyrra og ef tapinu er deilt niður á hvern framleiddan bíl nemur það 1.080.000 kr. á hvern þeirra. Framleiðsla Tesla er stöðugt að aukast og á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hún 22.000 bílar. Elon Musk forstjóri Tesla sagði er hann kynnti uppgjörið að fyrirtækið væri á áætlun með að hefja framleiðslu á næstu bílgerð sinni, Tesla Model 3 og að hún ætti að hefjast á seinni hluta þessa árs. Þegar framleiðslan á Tesla Model 3 verður komin í fullan gang verða framleiddir 5.000 bílar á viku, en það þýðir 260.000 bíla framleiðsla á ári, eða þrisvar sinnum meira en ársframleiðslan á síðasta ári. Elon Musk telur að þessum framleiðsluhraða verði náð strax við enda þessa árs. Ekki veitir af þar sem 400.000 kaupendur bíða eftir að fá Tesla Model 3 bíl sinn afhentan og eru þegar búnir að greiða inná bíla sína. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Tesla hefur gert upp síðasta ár og tap félagsins nam 746,3 milljónum dollara, eða um 82 milljörðum króna. Alls framleiddi Tesla 76.230 bíla í fyrra og ef tapinu er deilt niður á hvern framleiddan bíl nemur það 1.080.000 kr. á hvern þeirra. Framleiðsla Tesla er stöðugt að aukast og á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var hún 22.000 bílar. Elon Musk forstjóri Tesla sagði er hann kynnti uppgjörið að fyrirtækið væri á áætlun með að hefja framleiðslu á næstu bílgerð sinni, Tesla Model 3 og að hún ætti að hefjast á seinni hluta þessa árs. Þegar framleiðslan á Tesla Model 3 verður komin í fullan gang verða framleiddir 5.000 bílar á viku, en það þýðir 260.000 bíla framleiðsla á ári, eða þrisvar sinnum meira en ársframleiðslan á síðasta ári. Elon Musk telur að þessum framleiðsluhraða verði náð strax við enda þessa árs. Ekki veitir af þar sem 400.000 kaupendur bíða eftir að fá Tesla Model 3 bíl sinn afhentan og eru þegar búnir að greiða inná bíla sína.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent