Hrútskýringar Frosti Logason skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Hrútskýring er orð sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum misserum í samhengi við baráttuna gegn hinu margumtalaða feðraveldi. Það á vel við aðstæður þar sem karlar tala af miklu yfirlæti og hroka niður til kvenna án þess að hafa endilega eitthvað merkilegt fram að færa. Orðið er að verða útbreitt og vinsælt. Einhvern tíma sá ég ákveðið íslenskt feminískt vefrit lýsa því yfir að allar hrútskýringar yrðu þar framvegis bannaðar. Það var gert til þess að tryggja öryggi umræðunnar. Enda fyrirbærið með öllu andfemínískt. Konur á Alþingi hafa einnig skorið upp herör gegn fyrirbærinu en sennilega er leitun að vinnustað sem hefur í gegnum tíðina alið af sér fleiri hrúta eða aðra forystusauði feðraveldisins. Þegar Kvennalistinn sálugi klofnaði á sínum tíma skrifuðu einhverjir gárungar í gríni að nú myndu þær Kvennalistakonur loksins bjóða fram klofið. Í dag myndum við alltaf setja svokallaðar kveikjumerkingar (e. trigger warnings) fyrir framan slíkt grín. Það er gert til að lesendur verði ekki fyrir áfallastreituröskun við lesturinn. Í bandarískum háskólum er farið að bjóða upp á svokölluðu örugg rými (e. safe spaces). Í þannig rýmum nýtur maður verndar gagnvart hvers konar orðræðu sem kann að móðga mann. Ég er ekki frá því að full þörf sé á þessu innan veggja Háskóla Íslands. Eins og til dæmis nú þegar virtur fræðimaður á sviði tölfræðirannsókna leyfir sér að benda á galla í rannsóknum sem dregnar eru af ályktanir um launamismunun. Prófessorinn getur birt slíkar athugasemdir óáreittur í erlendum vísindaritum. En hér heima verður hann aldrei neitt annað en hættulegur hrútskýrandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun
Hrútskýring er orð sem hefur rutt sér til rúms á undanförnum misserum í samhengi við baráttuna gegn hinu margumtalaða feðraveldi. Það á vel við aðstæður þar sem karlar tala af miklu yfirlæti og hroka niður til kvenna án þess að hafa endilega eitthvað merkilegt fram að færa. Orðið er að verða útbreitt og vinsælt. Einhvern tíma sá ég ákveðið íslenskt feminískt vefrit lýsa því yfir að allar hrútskýringar yrðu þar framvegis bannaðar. Það var gert til þess að tryggja öryggi umræðunnar. Enda fyrirbærið með öllu andfemínískt. Konur á Alþingi hafa einnig skorið upp herör gegn fyrirbærinu en sennilega er leitun að vinnustað sem hefur í gegnum tíðina alið af sér fleiri hrúta eða aðra forystusauði feðraveldisins. Þegar Kvennalistinn sálugi klofnaði á sínum tíma skrifuðu einhverjir gárungar í gríni að nú myndu þær Kvennalistakonur loksins bjóða fram klofið. Í dag myndum við alltaf setja svokallaðar kveikjumerkingar (e. trigger warnings) fyrir framan slíkt grín. Það er gert til að lesendur verði ekki fyrir áfallastreituröskun við lesturinn. Í bandarískum háskólum er farið að bjóða upp á svokölluðu örugg rými (e. safe spaces). Í þannig rýmum nýtur maður verndar gagnvart hvers konar orðræðu sem kann að móðga mann. Ég er ekki frá því að full þörf sé á þessu innan veggja Háskóla Íslands. Eins og til dæmis nú þegar virtur fræðimaður á sviði tölfræðirannsókna leyfir sér að benda á galla í rannsóknum sem dregnar eru af ályktanir um launamismunun. Prófessorinn getur birt slíkar athugasemdir óáreittur í erlendum vísindaritum. En hér heima verður hann aldrei neitt annað en hættulegur hrútskýrandi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.