Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 15:20 Guðni Th. Jóhannesson mælir með fiskemti á pizzur. Vísir „Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin. Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
„Mér finnst ananas góður, bara ekki á pítsu,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í yfirlýsingu á Facebook-síðunni Forseti Íslands þar sem hann tjáir sig stóra „ananas-á-pizzu-málið“.Vísir fjallaði um heimsókn Guðna Th. í Menntaskólann á Akureyri síðastliðinn fimmtudag. Þar var Guðni spurður af nemendum hvort hann vildi ananans á pizzur en þá sagðist hann ekki vilja sá slíkt á sínar flatbökur og gantaðist með það að ef hann gæti það myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur. Í Facebook-færslu sinni í dag áréttar Guðni að hann geti ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pizzuna-sína. „Mér finnst gott að hafa ekki þau völd. Forsetar eiga ekki að hafa alræðisvald. Ég myndi ekki vilja gegna þessa embætti ef ég gæti sett lög sem bönnuðu það sem mér mislíkar. Ég myndi ekki vilja búa í þannig landi,“ segir Guðni Th. og endar færsluna á að segja: „Ég mæli með fiskmeti á pizzu.“ Eftir að Vísir fjallaði um þessi ummæli Guðna Th. í Menntaskólanum á Akureyri vöktu þau gífurleg viðbrögð. Sautján þúsund og sex hundruð manns tóku þátt í könnun Vísis þar sem spurt var hvort ananas ætti heima á pizzu en 60 prósent þeirra svöruðu sögðu svo ekki vera. Ummælin vöktu ekki bara athygli hér á landi heldur einnig víða um heim þar sem fjallað var um málið í erlendum fjölmiðlum. Til marks um það ákvað Guðni að birta þessa færslu sína bæði á íslensku og ensku. Á meðal erlendra fjölmiðla sem fjölluðu um málið eru Metro, Esquire, The Lad Bible, Daily Dot og Gizmodo, svo dæmi séu tekin.
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40