Kaupir Geely Lotus? Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 11:17 Lotus Elise Special Edition. Tvær staðreyndir hafa einkennt breska sportbílaframleiðandann Lotus í gegnum tíðina, þ.e. framleiðsla frábærra bíla og fjárhagslegur barningur. Lotus fyrirtækið hefur margoft skipt um eigendur og stjórnendur, sem ávallt hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Nú liggja enn ein eigendaskiptin í loftinu og í enn eitt skiptið er líklegasti kaupandinn kínverskur. Það er bílaframleiðandinn Geely sem á einnig Volvo. Núverandi stjórnendur Lotus mega eiga það að þeim hefur tekist að bæta mjög gæði og framboð bíla Lotus. Lotus var keypt af Proton fyrirtækinu árið 1996 en það rann í DRB-Hicom árið 2012 og allar götur síðan þá hefur fyrirtækið hugleitt að selja Lotus. Einnig er sá orðrómur uppi að hið franska PSA Peugeot Citroën hugleiði að kaupa Proton af DRB-Hicom. Geely hefur áhuga á að kaupa virtan sportbílaframleiðanda og með því fá aðgang að þeirri tækni sem þar felst og því gæti það verið hagur beggja framleiðandanna að ganga frá kaupunum. Lotus þarf tilfinnanlega á meira fjármagni að halda og það er til staðar hjá Geely, eins og sést hefur í tilfelli Volvo. Geely hefur leyft Volvo að stjórna sér að mestu sjálft en séð því fyrir nægu fjármagni til þróunar bíla þeirra og það með góðum árangri. Því er líklegt að sömu aðferðarfræði yrði beitt í tilfelli Lotus. Þetta gætu því verið góðar fréttir fyrir aðdáendur Lotus bíla. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent
Tvær staðreyndir hafa einkennt breska sportbílaframleiðandann Lotus í gegnum tíðina, þ.e. framleiðsla frábærra bíla og fjárhagslegur barningur. Lotus fyrirtækið hefur margoft skipt um eigendur og stjórnendur, sem ávallt hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Nú liggja enn ein eigendaskiptin í loftinu og í enn eitt skiptið er líklegasti kaupandinn kínverskur. Það er bílaframleiðandinn Geely sem á einnig Volvo. Núverandi stjórnendur Lotus mega eiga það að þeim hefur tekist að bæta mjög gæði og framboð bíla Lotus. Lotus var keypt af Proton fyrirtækinu árið 1996 en það rann í DRB-Hicom árið 2012 og allar götur síðan þá hefur fyrirtækið hugleitt að selja Lotus. Einnig er sá orðrómur uppi að hið franska PSA Peugeot Citroën hugleiði að kaupa Proton af DRB-Hicom. Geely hefur áhuga á að kaupa virtan sportbílaframleiðanda og með því fá aðgang að þeirri tækni sem þar felst og því gæti það verið hagur beggja framleiðandanna að ganga frá kaupunum. Lotus þarf tilfinnanlega á meira fjármagni að halda og það er til staðar hjá Geely, eins og sést hefur í tilfelli Volvo. Geely hefur leyft Volvo að stjórna sér að mestu sjálft en séð því fyrir nægu fjármagni til þróunar bíla þeirra og það með góðum árangri. Því er líklegt að sömu aðferðarfræði yrði beitt í tilfelli Lotus. Þetta gætu því verið góðar fréttir fyrir aðdáendur Lotus bíla.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent