Önnur kynslóð Audi Q5 frumsýnd Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 10:30 Lagleg önnur kynslóð sportjeppans Audi Q5. Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er farsælasti bíll Audi í Bandaríkjunum. Alls 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Audi Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni. Eftir stranga þjálfun í æfingabúðum lítur nýr Audi Q5 dagsins ljós; 90 kílóum léttari og sportlegri sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir það hefur bíllinn stækkað á flesta kanta og plássið aukist en þökk sé skynsamlegu efnisvali í yfirbyggingunni. Hvergi er gefið eftir í þægindum, útliti og aksturseiginleikum nýju kynslóðarinnar. Það er ríkulegt pláss fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 l. Ef hendur eru fullar kemur snertilaus opnun á skotti sér vel. Sérhvert smáatriði í Audi Q5 endurspeglar séreinkenni Q-hönnunarinnar. Þetta gildir meðal annars um sérkennandi vélarhlífina og slútandi þakið, sem og útispeglana sem festir eru á öxlina, og mjóa gluggalínuna. Framfarirnar eru augsýnilegar á Audi sýndarstjórnborðinu. Stafrænt mælaborð með 12,3 tommu háskerpuskjá sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði eru þrjár vélar, 190 hestafla 2.0TDI, 284 hestafla 3.0TDI og 252 hestafla 2.0TDI. Það tekur Audi Q5 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Meðal staðalbúnaðar er LED afturljós, hiti í framsætum, regnskynjari, upplýsingaskjár í lit og Audi pre sense city árekstrarvörn. Nýr Audi Q5 kostar frá 7.290.000 krónum og verður bíllinn frumsýndur í HEKLU Laugavegi 170-174, laugardaginn 25. febrúar klukkan 12.00. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent
Lúxusjepplingurinn Audi Q5 kom fyrst á markað árið 2008 og sló samstundis í gegn. Hann var mest seldi bíllinn í sínum flokki í sex ár og er farsælasti bíll Audi í Bandaríkjunum. Alls 1,6 milljón eintaka fyrstu kynslóðar Audi Q5 hafa selst og nú er komið að annarri kynslóðinni. Eftir stranga þjálfun í æfingabúðum lítur nýr Audi Q5 dagsins ljós; 90 kílóum léttari og sportlegri sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir það hefur bíllinn stækkað á flesta kanta og plássið aukist en þökk sé skynsamlegu efnisvali í yfirbyggingunni. Hvergi er gefið eftir í þægindum, útliti og aksturseiginleikum nýju kynslóðarinnar. Það er ríkulegt pláss fyrir fimm farþega auk hentugra hleðslu- og geymslumöguleika. Hægt er að fella niður sætisbökin aftur í með fjarstýringu og auka plássið í skottinu upp í 1.550 l. Ef hendur eru fullar kemur snertilaus opnun á skotti sér vel. Sérhvert smáatriði í Audi Q5 endurspeglar séreinkenni Q-hönnunarinnar. Þetta gildir meðal annars um sérkennandi vélarhlífina og slútandi þakið, sem og útispeglana sem festir eru á öxlina, og mjóa gluggalínuna. Framfarirnar eru augsýnilegar á Audi sýndarstjórnborðinu. Stafrænt mælaborð með 12,3 tommu háskerpuskjá sýnir margvíslegar upplýsingar sem tengjast akstrinum. Í boði eru þrjár vélar, 190 hestafla 2.0TDI, 284 hestafla 3.0TDI og 252 hestafla 2.0TDI. Það tekur Audi Q5 6,3 sekúndur að komast í hundraðið og hámarkshraði er 237 km á klukkustund. Meðal staðalbúnaðar er LED afturljós, hiti í framsætum, regnskynjari, upplýsingaskjár í lit og Audi pre sense city árekstrarvörn. Nýr Audi Q5 kostar frá 7.290.000 krónum og verður bíllinn frumsýndur í HEKLU Laugavegi 170-174, laugardaginn 25. febrúar klukkan 12.00.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent