Hrun í sölu stærri fólksbíla í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 21. febrúar 2017 09:02 Toyota Camry mun væntanlega missa titilinn söluhæsti fólksbíllinn í Bandaríkjunum á þessu ári, eftir 15 ár á toppnum. Í Bandaríkjunum heldur áfram sú þróun að jeppar, jepplingar og litlir fólksbílar seljast grimmt á kostnað stærri fólksbíla. Sem dæmi má nefna að í janúar á þessu ári seldust fjórar gerðir jepplinga og tveir minni fólksbílar meira en söluhæsti fólksbíllinn til fjölmargra ára, Toyota Camry. Camry hefur haldið titlinum söluhæsti fólksbíll Bandaríkjanna samfellt í 15 ár, en nú þetta árið gæti orðið breyting á því. Toyota Corolla og Honda Civic seldust báðir betur en Toyota Camry í janúar. Minnstu fólksbílarnir sem seldir eru vestanhafs, þ.e. bílar eins og Ford Fiesta, Hyundai Accent, Toyota Yaris og Chevrolet Cruze náðu allir yfir 40% söluaukningu í janúar og hin pínulitli Chevrolet Spark náði 51% aukningu í sölu. Svo virðist sem að aukningin í jepplinga- og jeppasölu bitni aðallega á sölu stærri fólksbíla, ekki þeirra minnstu, sem kosta mjög lítið í Bandaríkjunum. Margir þeirra eru framleiddir í láglaunalöndum eins og Mexíkó og það tryggir afar lágt verð. Heildarbílasalan í Bandaríkjunum í janúar var 1,9% undir sölunni frá sama mánuði í fyrra. Þessi niðurstaða, þó neikvæð sé, er samt betri en margir sérfræðingar um bílasölu áttu von á fyrirfram. Almennt er spáð nokkurri kólnun í bílasölu í Bandaríkjunum í ár, eftir algjört metsöluár í fyrra. Jeppar, pallbílar og jepplingar voru 64% af sölunni í janúar og fór hlutfall þeirra upp frá 60,7% í fyrra. Góð sala var í jepplingum eins og Honda C-RV og Toyota RAV4 og seldust fleiri RAV4 en Toyota Camry í janúar. Allt eins má búast við að RAV4 slái Camry við í sölu í ár vestra. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent
Í Bandaríkjunum heldur áfram sú þróun að jeppar, jepplingar og litlir fólksbílar seljast grimmt á kostnað stærri fólksbíla. Sem dæmi má nefna að í janúar á þessu ári seldust fjórar gerðir jepplinga og tveir minni fólksbílar meira en söluhæsti fólksbíllinn til fjölmargra ára, Toyota Camry. Camry hefur haldið titlinum söluhæsti fólksbíll Bandaríkjanna samfellt í 15 ár, en nú þetta árið gæti orðið breyting á því. Toyota Corolla og Honda Civic seldust báðir betur en Toyota Camry í janúar. Minnstu fólksbílarnir sem seldir eru vestanhafs, þ.e. bílar eins og Ford Fiesta, Hyundai Accent, Toyota Yaris og Chevrolet Cruze náðu allir yfir 40% söluaukningu í janúar og hin pínulitli Chevrolet Spark náði 51% aukningu í sölu. Svo virðist sem að aukningin í jepplinga- og jeppasölu bitni aðallega á sölu stærri fólksbíla, ekki þeirra minnstu, sem kosta mjög lítið í Bandaríkjunum. Margir þeirra eru framleiddir í láglaunalöndum eins og Mexíkó og það tryggir afar lágt verð. Heildarbílasalan í Bandaríkjunum í janúar var 1,9% undir sölunni frá sama mánuði í fyrra. Þessi niðurstaða, þó neikvæð sé, er samt betri en margir sérfræðingar um bílasölu áttu von á fyrirfram. Almennt er spáð nokkurri kólnun í bílasölu í Bandaríkjunum í ár, eftir algjört metsöluár í fyrra. Jeppar, pallbílar og jepplingar voru 64% af sölunni í janúar og fór hlutfall þeirra upp frá 60,7% í fyrra. Góð sala var í jepplingum eins og Honda C-RV og Toyota RAV4 og seldust fleiri RAV4 en Toyota Camry í janúar. Allt eins má búast við að RAV4 slái Camry við í sölu í ár vestra.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent