Forsendur samninga brostnar að mati ASÍ Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Mikill hiti var á vinnumarkaði í októbermánuði árið 2015. Samningar ASÍ og SA gætu verið í hættu. vísir/anton brink Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) eru í hættu og verða forsendur metnar í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. Ríkissáttasemjari segir margar krefjandi samningaviðræður í farvatninu á þessu ári.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.„Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“ Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum. Heildarsamtök atvinnurekenda og launþegahreyfinga á almennum og opinberum markaði undirrituðu þann 27. október 2015 samkomulag um breytt vinnulag við gerð kjarasamninga. Samkomulagið náði þá til 70 prósenta launþega og þótti tímamótaskref í gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur vinnu svokallaðs SALEK-hóps en markmið hennar var að stuðla að stöðugri kaupmáttaraukningu sem byggðist á lágri verðbólgu, stöðugu gengi krónunnar og lágum vöxtum. „Forsendunefnd ASÍ og SA hittist í vikunni og fer yfir þessar forsendur. Við þurfum síðan að skila niðurstöðu innan átta daga um hvort forsendurnar halda eða ekki. Verði niðurstaðan að forsendur séu brostnar fer málið til samninganefndar ASÍ og næstu skref verða ákveðin,“ bætir Gylfi við. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir stöðuna óljósa en að málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari.vísir/gvaBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands. „Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“ Bæði Halldór Benjamín og Gylfi voru sammála um að SALEK-samkomulagið væri ekki af borðinu en í ákveðinni biðstöðu. Vildi Halldór Benjamín leggja áherslu á að markmiðið væri að allir aðilar þyrftu að vera tilbúnir að sigla skútunni í sömu áttina. Á meðan sá skilningur væri ekki fyrir hendi væri samkomulagið í biðstöðu. Gylfi sagði markmið SALEK-samkomulagsins vera að tryggja kaupmátt launa. „Á meðan þingmenn og ráðherrar fá síðan gríðarlegar launahækkanir geta þeir ekki með nokkru móti talað fyrir því að aðrir hópar þurfi að sýna ráðdeild og tempra launahækkanir annarra hópa,“ segir Gylfi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga "Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg.“ 7. febrúar 2017 13:29
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21