Viðskipti innlent

Konur leiða uppbyggingu Alvogen og Alvotech

Benedikt Bóas skrifar
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen. vísir/eyþór
Á árlegum kynningarfundi Alvogen og Alvotech í gær kom fram í ræðu Róberts Wessman, forstjóra Alvogen og stofnanda Alvotech, að um 90 prósent af hagnaði fyrirtækisins á síðasta ári hafi komið frá mörkuðum sem stýrt er af konum. „Vöxtur okkar hefur verið ævintýri líkastur og það er áhugaverð staðreynd að konur stýra okkar stærstu markaðssvæðum og þær hafa allar verið farsælar í sínu starfi,“ sagði Róbert meðal annars.

Á Íslandi starfa um 200 vísindamenn í Hátæknisetri systurfyrirtækjanna og þar af er um helmingur konur. „Við sjáum hlutdeild líftæknilyfja aukast á næstu árum og markmið okkar hjá Alvotech er að vera í fremstu röð. Vísindamenn og sérfræðingar á Íslandi koma frá 20 löndum og við erum ánægð með þá miklu fjölbreytni sem er innan fyrirtækisins,“ bætti Róbert við. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×