Annie Mist: Ætlar að verða aftur best í heimi í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 13:00 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Bylgjan Anníe Mist Þórisdóttir var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit og jafnframt sú fyrsta til að vinna Heimsleikana í CrossFit tvö ár í röð. Annie Mist vann Heimsleikana í CrossFit 2011 og 2012 og varð síðan í öðru sæti 2014. Annie var líka í öðru sæti 2010. Hún hefur ekki verið titilbaráttunni undanfarin tvö ár en er staðráðin í að breyta því í sumar Annie Mist mætti í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um komandi CrossFit tímabil. Annie Mist var í fimleikum, dansi og stangstökki snemma á sínum íþróttaferli en hvernig stóð á því að hún endaði í CrossFit. „Mig vantaði aðeins meiri fjölbreytni og fór að skrá mig í allskonar keppnir hér á Íslandi. Eitt af þessum mótum var CrossFit og það var árið 2009. Ég vann það CrossFit mót og fékk sæti á heimsmeistaramótinu 2009. Ég vissi ekki alveg hvað CrossFit var en stökk á tækifærið að fara til Bandaríkjanna. Eftir að ég hafði keppt úti þá vissi ég að það væri ekki aftur snúið. Ég var búin að finna það sem ég vildi gera,“ sagði Annie Mist „Þetta er svo fjölbreytt og ég er ekki að fá leið á þessu. CrossFit var fullkomið fyrir mig. Ég var ekki að þéna mikið 2009 og 2010 en þetta var það sem ég gerði og svo var ég bara að kenna með þessu,“ sagði Annie Mist en hún var með metnaðarfulla framtíðarsýn í náminu á þessum árum. „Ég var aðeins í háskólanum með þessu í efnafræði og lífefnafræði. Ég var að reyna að átta mig á því hvað ég vildi gera. Ég ætlaði alltaf í lækninn en var bara að fresta því aðeins á meðan. Frá árinu 2011 er ég búin að vera atvinnumaður í CrossFit,“ sagði Annie Mist. Hún meiddi sig á baki árið 2013 og gat af þeim sökum ekki varið titilinn sinn. Hún hefur heldur ekki unnið hann síðan. „Þú getur bara tekið eitt ár í einu og ég er bara þakklát fyrir hver ár sem ég fæ. Ég ætla að keppa á mótinu aftur í ár og mig langar að vinna þetta einu sinni enn. Það er eins gott að það gerist núna í ár en svo sé ég bara til hvað gerist eftir það,“ sagði Annie Mist. „Það er nóg að vera með einn veikleika og það getur kostað þig svolítið mikið,“ sagði Annie Mist en hún segir í viðtalinu meðal annars frá veikleika sínum og upplifun sinni af keppninni undanfarin ár. „Ég hef alltaf fylgt þeirri trú að hausinn á manni gefist upp áður en líkaminn gefst upp. Ég aldrei verið hrædd við að ýta sjálfri mér örlítið lengra og ég hef alltaf farið alla leið. Þegar mér líður eins og ég sé að gefast upp þá veit ég að ég aðeins meira. Það gerðist ekki 2015 því hausinn var inni allan tímann en svo hætti líkaminn bara að virka ,“ sagði Annie Mist en hún lenti í því að fá hitaslag í mótinu 2015 og varð að hætta keppni. „Líkaminn hætti bara að virka, fæturnir duttu undan mér og mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er eitt það versta sem ég hef upplifað því mér fannst ég ekki stjórna neinu lengur sjálf. Í fyrra gerði ég allt til að undirbúa mig, fór snemma út og var að æfa mig fyrir hitann,“ sagði Annie Mist en þá var það ekki skrokkurinn sem klikkaði. „Í fyrra var hausinn á mér í rugli en þetta á að vera í lagi hjá mér í ár. Ég ætla að vinna þetta. Ég er búin að vinna í þessum vandamálum og er tilbúin að keppa í sólinni,“ sagði Annie Mist. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Annie Mist í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var fyrsta íslenska stórstjarnan í CrossFit og jafnframt sú fyrsta til að vinna Heimsleikana í CrossFit tvö ár í röð. Annie Mist vann Heimsleikana í CrossFit 2011 og 2012 og varð síðan í öðru sæti 2014. Annie var líka í öðru sæti 2010. Hún hefur ekki verið titilbaráttunni undanfarin tvö ár en er staðráðin í að breyta því í sumar Annie Mist mætti í bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason um komandi CrossFit tímabil. Annie Mist var í fimleikum, dansi og stangstökki snemma á sínum íþróttaferli en hvernig stóð á því að hún endaði í CrossFit. „Mig vantaði aðeins meiri fjölbreytni og fór að skrá mig í allskonar keppnir hér á Íslandi. Eitt af þessum mótum var CrossFit og það var árið 2009. Ég vann það CrossFit mót og fékk sæti á heimsmeistaramótinu 2009. Ég vissi ekki alveg hvað CrossFit var en stökk á tækifærið að fara til Bandaríkjanna. Eftir að ég hafði keppt úti þá vissi ég að það væri ekki aftur snúið. Ég var búin að finna það sem ég vildi gera,“ sagði Annie Mist „Þetta er svo fjölbreytt og ég er ekki að fá leið á þessu. CrossFit var fullkomið fyrir mig. Ég var ekki að þéna mikið 2009 og 2010 en þetta var það sem ég gerði og svo var ég bara að kenna með þessu,“ sagði Annie Mist en hún var með metnaðarfulla framtíðarsýn í náminu á þessum árum. „Ég var aðeins í háskólanum með þessu í efnafræði og lífefnafræði. Ég var að reyna að átta mig á því hvað ég vildi gera. Ég ætlaði alltaf í lækninn en var bara að fresta því aðeins á meðan. Frá árinu 2011 er ég búin að vera atvinnumaður í CrossFit,“ sagði Annie Mist. Hún meiddi sig á baki árið 2013 og gat af þeim sökum ekki varið titilinn sinn. Hún hefur heldur ekki unnið hann síðan. „Þú getur bara tekið eitt ár í einu og ég er bara þakklát fyrir hver ár sem ég fæ. Ég ætla að keppa á mótinu aftur í ár og mig langar að vinna þetta einu sinni enn. Það er eins gott að það gerist núna í ár en svo sé ég bara til hvað gerist eftir það,“ sagði Annie Mist. „Það er nóg að vera með einn veikleika og það getur kostað þig svolítið mikið,“ sagði Annie Mist en hún segir í viðtalinu meðal annars frá veikleika sínum og upplifun sinni af keppninni undanfarin ár. „Ég hef alltaf fylgt þeirri trú að hausinn á manni gefist upp áður en líkaminn gefst upp. Ég aldrei verið hrædd við að ýta sjálfri mér örlítið lengra og ég hef alltaf farið alla leið. Þegar mér líður eins og ég sé að gefast upp þá veit ég að ég aðeins meira. Það gerðist ekki 2015 því hausinn var inni allan tímann en svo hætti líkaminn bara að virka ,“ sagði Annie Mist en hún lenti í því að fá hitaslag í mótinu 2015 og varð að hætta keppni. „Líkaminn hætti bara að virka, fæturnir duttu undan mér og mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er eitt það versta sem ég hef upplifað því mér fannst ég ekki stjórna neinu lengur sjálf. Í fyrra gerði ég allt til að undirbúa mig, fór snemma út og var að æfa mig fyrir hitann,“ sagði Annie Mist en þá var það ekki skrokkurinn sem klikkaði. „Í fyrra var hausinn á mér í rugli en þetta á að vera í lagi hjá mér í ár. Ég ætla að vinna þetta. Ég er búin að vinna í þessum vandamálum og er tilbúin að keppa í sólinni,“ sagði Annie Mist. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Annie Mist í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Fleiri fréttir Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti