Sigmundur rekur í löngu máli hvers vegna hann þolir ekki ananas á pizzur Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2017 17:26 "Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ segir Sigmundur Davið Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur blandað sér í stóra „ananas-á-pizzu“ málið. Líkt og flestir vita sprengdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, það mál upp þegar hann sagði í góðu gríni að ef hann gæti þá myndi hann banna ananas á pizzur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig fram skömmu síðar og sagðist vera hlynntur ananas á pizzum en það fékk Sigmund Davíð til að lýsa yfir sinni skoðun. Á Facebook-síðu sinni segist Sigmundur hafa verið hrifinn af ananas frá barnæsku og þótti ananasdjús bestur djúsa. „En ananas á alls ekki heima á pizzu, ekki frekar en sýrður rjómi á sushi,“ segir Sigmundur og dregur síðan fram fjóra liði máli sínu til stuðnings. Hann segir ananas um margt líkan sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum og enginn myndi panta pizzu með slíkum ávöxtum. „Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ skrifar Sigmundur. Hann segir súrsæta ananasbragðið ekki renna saman við annað bragð á pizzunni og virkar eins og truflandi aðskotaefni. Þá vill hann meina að hitastig ananasbitanna sé iðulega á skjön við restina af pizzunni og að hann geti valdið brunasárum. „Svo kólnar ananasinn og verður kaldari en restin af pizzunni (og auðvitað slepjulegri).“ Hann segir auk þess að þegar ananas sé hitaður þá leki súr safi úr honum þannig að hver einasti biti mengar út frá sér. „Á heimilinu ríkir ekki einhugur um ananasmálið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fara yfir þessi atriði. Það hefur verið reynt að leysa málið með því að panta bara ananas á helminginn en það er ekki fullkomin lausn því safinn lekur yfir á hreina helminginn og skemmir hann að hluta,“ skrifar Sigmundur. Hann segir áhuga forseta Íslands að banna ananas á pizzum því skiljanlegan. „Það ætti alla vega við um bann við ananas á stórum pizzum. Hugsanleg málamiðlun væri sú að fólki yrði leyft að panta sér einstaklingspizzur með ananas ef þær yrðu afgreiddar á afmörkuðum svæðum á pizzustöðum. Svo væri náttúrulega hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat.“ Ananas á pítsu Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur blandað sér í stóra „ananas-á-pizzu“ málið. Líkt og flestir vita sprengdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, það mál upp þegar hann sagði í góðu gríni að ef hann gæti þá myndi hann banna ananas á pizzur. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, steig fram skömmu síðar og sagðist vera hlynntur ananas á pizzum en það fékk Sigmund Davíð til að lýsa yfir sinni skoðun. Á Facebook-síðu sinni segist Sigmundur hafa verið hrifinn af ananas frá barnæsku og þótti ananasdjús bestur djúsa. „En ananas á alls ekki heima á pizzu, ekki frekar en sýrður rjómi á sushi,“ segir Sigmundur og dregur síðan fram fjóra liði máli sínu til stuðnings. Hann segir ananas um margt líkan sítrusávöxtum eins og appelsínum og sítrónum og enginn myndi panta pizzu með slíkum ávöxtum. „Ávextir sem notaðir eru til að framleiða safa eiga ekki heima á pizzu,“ skrifar Sigmundur. Hann segir súrsæta ananasbragðið ekki renna saman við annað bragð á pizzunni og virkar eins og truflandi aðskotaefni. Þá vill hann meina að hitastig ananasbitanna sé iðulega á skjön við restina af pizzunni og að hann geti valdið brunasárum. „Svo kólnar ananasinn og verður kaldari en restin af pizzunni (og auðvitað slepjulegri).“ Hann segir auk þess að þegar ananas sé hitaður þá leki súr safi úr honum þannig að hver einasti biti mengar út frá sér. „Á heimilinu ríkir ekki einhugur um ananasmálið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fara yfir þessi atriði. Það hefur verið reynt að leysa málið með því að panta bara ananas á helminginn en það er ekki fullkomin lausn því safinn lekur yfir á hreina helminginn og skemmir hann að hluta,“ skrifar Sigmundur. Hann segir áhuga forseta Íslands að banna ananas á pizzum því skiljanlegan. „Það ætti alla vega við um bann við ananas á stórum pizzum. Hugsanleg málamiðlun væri sú að fólki yrði leyft að panta sér einstaklingspizzur með ananas ef þær yrðu afgreiddar á afmörkuðum svæðum á pizzustöðum. Svo væri náttúrulega hægt að leysa málið með því að borða bara íslenskan mat.“
Ananas á pítsu Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp