Ástin troðin niður af tabúi, hatri og kerfinu Toshiki Toma skrifar 7. mars 2017 12:15 Á milli Bagdad, höfuðborgar Íraks, og Mósul, borgar sem er í Norður írak, er sýsla sem heitir Salahadin. Í Salahaldin búa um 1,4 milljón manns. Margir íbúar eru kúrdískir en fleiri en tíu mismunandi þjóðarbrot búa í Salahaldin-sýslu.Tuz Khurma er bær Shexni-þjóðarbrotsins og Karkuk, sem er í nágrenni Tuz Khurma, er bær Goran-þjóðbrotsins. Shexni og Goran eru bæði Kúrdanar en þeir geta ekki staðið saman, því miður eru þeir óvinir. „Víða í Salahaldinsýslu eru lífsaðstæður íbúa skelfilegar,“ segir Imad Ahmed Hasan (31 árs) sem var áður íbúi í Tuz Khurma. „Hörð barátta er nú um borgina Mósul þessa dagana, en ISIS hefur verið mjög virkt þar. Sprengjur eða jarðsprengjur eru hversdagslegir hlutir. Þarna var enginn friður.“ „Vopnaðir meðlimir ISIS koma í bæi í svæðinu og ræna mönnum til að misnota,“ segir Taban Wahid Mhealddin (36 ára) sem var íbúi Karkuk. „Andrúmsloftið var mjög þungt.“ Engu að síður var ISIS ekki eina ástæða sem hafði líf Imad og Taban er og hefur verið jafn erfitt eins og raun ber vitni en þau þurftu að lokum að yfirgefa heimaborgir sínar. Helsta ástæðan var þó hatur fjölskyldna þeirra í þeirra garð, hatur vegna þess að þau urðu ástfanginn hvort af öðru og giftust.Imad og Taban.Imad og Taban segja að það er algert „tabú“ að Shexani-manneskja og Goran-manneskja giftist í þeirra samfélagi og þeim sem brjóta bannið eigi að refsa, en það er samt ekki refsing samkvæmt borgarlegum lögum, heldur er hún „lynch“, sem sé, einkarefsing án dóms og laga. „Lög eru ekki til á ákveðnu svæði þar sem við vorum. Lögregla er til, en þó að maður drepi einhvern sem hefur brotið tabú, bregst hún ekki við,“ segir Imad og sýnir myndband af kúrdískum sjónvarpsfréttum sem herma slík tilfelli. Hann sýnir annað myndband á YouTube þar sem ung kona er barin illa og sparkað í af mörgum mönnum. „Hún átti kærasta sem tilheyrði þjóðarbroti sem henni hafði verið bannað að vera í samskiptum við.“ Það er tvímælalaust sláandi að horfa á slíkt myndband og að slíkt sé tekið upp á myndband, því þar var maður að horfa á ofbeldið án þess að stöðva það.Imad segir að margir fjölskyldumeðlimir hans hafi verið drepnir af hermönnum Saddm Hussein þegar hann var við völd og fjölskylda sín sé núna ekki stór. Því kom hatrið gegn Imad og Taban aðallega frá fjölskyldu Taban og ættingjum. Tveir ættingjar Taban voru sérstaklega hatursfullir og reyndu að gera árás á Imad.Misstu barnið og lögðu á flótta Í tvö ár, frá árinu 2013 til 2015, voru þau neydd þess að fela sig í kjallara bílaverkstæðis í Tuz Khurma. Faðir Imad hafði hjálpað eiganda bílaverkstæðisins fyrir mörgum árum, og hann vildi sýna Imad miskunnsemi í ljósi ástandsins. Frelsi þeirra hjónanna var mjög takmarkað þegar þau voru í felum. Þau gátu ekki gengið um göturnar, þar sem allir þeir í bænum sem hugsanlega þekktu þau gátu verið ógn. En í erfiðleikunum fengu þau von. Taban varð ófrísk í þessu tímabili. Barnið mýkti hið harða líf Imad og Taban, en raunveruleikinn reyndist þó kaldari en þau höfðu búist við. Í meðgöngunni gat Taban ekki farið á spítala í reglulega skoðun því hún var hrædd að fólkið þar myndi uppgötva að hún af væri af Goran-þjóðarbroti. Því fór hún ekki á spítalann jafnvel þegar fæðingarhríðirnar komu. Ljósmóðir, sem þau höfðu þekkt, kom í kjallarann þeim til aðstoðar, en henni tókst ekki að bjarga barninu og það dó. Nú voru aðstæðurnar í Tuz Khurma óþolandi fyrir hjónin og þau ákváðu að flýja landið.Imad og Taban komu til Noregs í október 2015. Þau vildu ekki sækja um hæli í Noregi af því að þau vissu að margir hælisleitendur frá Írak væru þar og eðlilega óttuðust þau að þar gæti verið einhver frá Salahaldin sem eltist við þau. En Taban segist hafa verið neydd til þess að gefa fingraför við komuna til landsins án nægilegrar útskýringar. Og síðar tók hún eftir því að þau hjónin virtust vera búin að sækja um hæli í Noregi. „Við skynjuðum eins konar mismunun í hælisumsóknarmeðferð okkar í Noregi,“ segir Imad. „Á meðan flóttafólk frá Sýrlandi fékk mjög góðar móttökur, sýndist mér að við sem kæmum frá Írak þættum „álagspakki“ fyrir Norðmenn en ekki einstaklingar.“ Þau voru í Noregi í tæplega eitt ár eða til ágúst 2016 þegar þau fengu endanlega synjun um hæli. Þeim var sagt að Norðmenn myndu senda þau til baka til Íraks og þess vegna lögðu þau af stað þaðan til Íslands.Imad og Taban sóttu um hæli á ný hér á Íslandi lok ágúst 2016 en Útlendingastofnun hafnaði að taka umsóknina í efnislega meðferð vegna Dyflinnarreglugerðar í desember 2016 og kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar í febrúar sl.Taban var í miklu áfalli eftir að hafa misst barn sitt og kveið einnig fyrir framtíðinni. Því fékk hún að tala við sálfræðing hér á Íslandi og sálfræðingurinn mat Taban með áfallastreituröskun, þunglyndi og mjög alvarlegan kvíða að þeirra sögn. Hún þyrfti að fá þjónustu og aðstoð við hæfi. Því miður breyttu þessi ummæli sálfræðingsins ekki ákvörðun kærunefndar um endursendingu Imad og Taban til Noregs, þar sem Noregur getur gæti veitt Taban sálræna þjónustu við hæfi að mati kærunefndar útlendingarmála. En þá var Noregur búinn að ákveða að senda þau baka til Íraks.Enn um Dyflinnarkerfið Ofangreind er saga hjónanna Imad og Taban. Ég reyndi að segja sögu þeirra eins og ég hef hlustað á hana af þeirra hendi. En mig langar að lokum að bæta nokkrum línum sem minni eigin skoðun.Dyflinnarkerfið er ómannúðlegt kerfi. Það er alls ekki eitthvað nýtt. Hugsum okkur að við værum í lífshættu og yrðum að flýja heimaland okkar. Við bönkum á dyrnar í næsta ríki og biðjum um hjálp. En ef það ríki segir: „Nei, því miður“, hvað sá eigum við þá að gera? Auðvitað munum við fara til þarnæsta ríkis og biðja um hjálp - aftur. Við myndum gera það þangað til við fengjum hjálp í einhverju ríki. Ég tel það vera mjög eðlilegt og sjálfsagt en Dyflinnarkerfi bannar okkur að gera það. Eins og við ef til vill vitum, gerðu norsk yfirvöld samning við írösk stjórnvöld varðandi heimild um endursendingu flóttafólks þaðan sem hafði fengið synjun í Noregi. Nú geta Norðmenn sent flóttafólk frá Írak til baka. Á sama hátt gerðu ESB-ríki samning við stjórnvöld Afganistan og hvert ESB-ríki getur nú „losað sig við“ afganskt flóttafólk úr sínu landi. Vegna slíkrar „þróunar“ í málefnum flóttafólks í Evrópu, er Dyflinnarkerfið núna orðið jafnvel ómannúðarlegra en hingað til að mínu mati. Hingað til, þó að endursending flóttafólks hafi verið ómannúðleg, var það samt grunnstefna að senda ekki fólk til baka til ríkis sem það óttaðist að fara til. En núna er þessari grunnstefnu var hent út varðandi nokkur ríki eins og Írak eða Afganistan. Við getum séð fyrir hvaða örlög bíða flóttafólks frá þessum ríkjum þegar Dyflinnarreglugerðinni er beitt fyrir vagninn. Vegna þessara breytinga tel ég að ábyrgðarríki á hælisumsókn, sem á erindi við Dyflinnarreglugerð, þurfi að velta því vel fyrir sér hvenær það eigi beita Dyflinnarreglugerðinni og hvenær ekki, af því að sú gjörð, eins og að senda írakskt eða afganskt flóttafólk aftur t.d. til Noregs, gæti einfaldlega þýtt endursendingu til heimalands þess og síðan dauðadóm fyrir það. Hvað um tilfelli þeirra Imad og Taban? Hvað gerist ef þau verða send baka til Íraks? Þau eru kúrdísk og ekki ríkiborgarar frá Suður-Írak. Heimabæir þeirra eru ein af hættulegustu svæðum heims þessa dagana auk þess sem þau eru í lífshættu vegna einkalífs síns og ástar. Við getum ekki ráðið hugarfari Kúrda eða menningar- og samfélagslega vondri hefð í Salahaldin-sýslu. Samt getum við hugsað um, hvernig við ættum að haga okkur þegar um er að tefla líf og mannréttindi, samkvæmt viðmiðum sem við höfum í heiðri undir nafni kærleiks og réttlætis. Eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Á milli Bagdad, höfuðborgar Íraks, og Mósul, borgar sem er í Norður írak, er sýsla sem heitir Salahadin. Í Salahaldin búa um 1,4 milljón manns. Margir íbúar eru kúrdískir en fleiri en tíu mismunandi þjóðarbrot búa í Salahaldin-sýslu.Tuz Khurma er bær Shexni-þjóðarbrotsins og Karkuk, sem er í nágrenni Tuz Khurma, er bær Goran-þjóðbrotsins. Shexni og Goran eru bæði Kúrdanar en þeir geta ekki staðið saman, því miður eru þeir óvinir. „Víða í Salahaldinsýslu eru lífsaðstæður íbúa skelfilegar,“ segir Imad Ahmed Hasan (31 árs) sem var áður íbúi í Tuz Khurma. „Hörð barátta er nú um borgina Mósul þessa dagana, en ISIS hefur verið mjög virkt þar. Sprengjur eða jarðsprengjur eru hversdagslegir hlutir. Þarna var enginn friður.“ „Vopnaðir meðlimir ISIS koma í bæi í svæðinu og ræna mönnum til að misnota,“ segir Taban Wahid Mhealddin (36 ára) sem var íbúi Karkuk. „Andrúmsloftið var mjög þungt.“ Engu að síður var ISIS ekki eina ástæða sem hafði líf Imad og Taban er og hefur verið jafn erfitt eins og raun ber vitni en þau þurftu að lokum að yfirgefa heimaborgir sínar. Helsta ástæðan var þó hatur fjölskyldna þeirra í þeirra garð, hatur vegna þess að þau urðu ástfanginn hvort af öðru og giftust.Imad og Taban.Imad og Taban segja að það er algert „tabú“ að Shexani-manneskja og Goran-manneskja giftist í þeirra samfélagi og þeim sem brjóta bannið eigi að refsa, en það er samt ekki refsing samkvæmt borgarlegum lögum, heldur er hún „lynch“, sem sé, einkarefsing án dóms og laga. „Lög eru ekki til á ákveðnu svæði þar sem við vorum. Lögregla er til, en þó að maður drepi einhvern sem hefur brotið tabú, bregst hún ekki við,“ segir Imad og sýnir myndband af kúrdískum sjónvarpsfréttum sem herma slík tilfelli. Hann sýnir annað myndband á YouTube þar sem ung kona er barin illa og sparkað í af mörgum mönnum. „Hún átti kærasta sem tilheyrði þjóðarbroti sem henni hafði verið bannað að vera í samskiptum við.“ Það er tvímælalaust sláandi að horfa á slíkt myndband og að slíkt sé tekið upp á myndband, því þar var maður að horfa á ofbeldið án þess að stöðva það.Imad segir að margir fjölskyldumeðlimir hans hafi verið drepnir af hermönnum Saddm Hussein þegar hann var við völd og fjölskylda sín sé núna ekki stór. Því kom hatrið gegn Imad og Taban aðallega frá fjölskyldu Taban og ættingjum. Tveir ættingjar Taban voru sérstaklega hatursfullir og reyndu að gera árás á Imad.Misstu barnið og lögðu á flótta Í tvö ár, frá árinu 2013 til 2015, voru þau neydd þess að fela sig í kjallara bílaverkstæðis í Tuz Khurma. Faðir Imad hafði hjálpað eiganda bílaverkstæðisins fyrir mörgum árum, og hann vildi sýna Imad miskunnsemi í ljósi ástandsins. Frelsi þeirra hjónanna var mjög takmarkað þegar þau voru í felum. Þau gátu ekki gengið um göturnar, þar sem allir þeir í bænum sem hugsanlega þekktu þau gátu verið ógn. En í erfiðleikunum fengu þau von. Taban varð ófrísk í þessu tímabili. Barnið mýkti hið harða líf Imad og Taban, en raunveruleikinn reyndist þó kaldari en þau höfðu búist við. Í meðgöngunni gat Taban ekki farið á spítala í reglulega skoðun því hún var hrædd að fólkið þar myndi uppgötva að hún af væri af Goran-þjóðarbroti. Því fór hún ekki á spítalann jafnvel þegar fæðingarhríðirnar komu. Ljósmóðir, sem þau höfðu þekkt, kom í kjallarann þeim til aðstoðar, en henni tókst ekki að bjarga barninu og það dó. Nú voru aðstæðurnar í Tuz Khurma óþolandi fyrir hjónin og þau ákváðu að flýja landið.Imad og Taban komu til Noregs í október 2015. Þau vildu ekki sækja um hæli í Noregi af því að þau vissu að margir hælisleitendur frá Írak væru þar og eðlilega óttuðust þau að þar gæti verið einhver frá Salahaldin sem eltist við þau. En Taban segist hafa verið neydd til þess að gefa fingraför við komuna til landsins án nægilegrar útskýringar. Og síðar tók hún eftir því að þau hjónin virtust vera búin að sækja um hæli í Noregi. „Við skynjuðum eins konar mismunun í hælisumsóknarmeðferð okkar í Noregi,“ segir Imad. „Á meðan flóttafólk frá Sýrlandi fékk mjög góðar móttökur, sýndist mér að við sem kæmum frá Írak þættum „álagspakki“ fyrir Norðmenn en ekki einstaklingar.“ Þau voru í Noregi í tæplega eitt ár eða til ágúst 2016 þegar þau fengu endanlega synjun um hæli. Þeim var sagt að Norðmenn myndu senda þau til baka til Íraks og þess vegna lögðu þau af stað þaðan til Íslands.Imad og Taban sóttu um hæli á ný hér á Íslandi lok ágúst 2016 en Útlendingastofnun hafnaði að taka umsóknina í efnislega meðferð vegna Dyflinnarreglugerðar í desember 2016 og kærunefnd útlendingamála staðfesti ákvörðun Útlendingastofnunar í febrúar sl.Taban var í miklu áfalli eftir að hafa misst barn sitt og kveið einnig fyrir framtíðinni. Því fékk hún að tala við sálfræðing hér á Íslandi og sálfræðingurinn mat Taban með áfallastreituröskun, þunglyndi og mjög alvarlegan kvíða að þeirra sögn. Hún þyrfti að fá þjónustu og aðstoð við hæfi. Því miður breyttu þessi ummæli sálfræðingsins ekki ákvörðun kærunefndar um endursendingu Imad og Taban til Noregs, þar sem Noregur getur gæti veitt Taban sálræna þjónustu við hæfi að mati kærunefndar útlendingarmála. En þá var Noregur búinn að ákveða að senda þau baka til Íraks.Enn um Dyflinnarkerfið Ofangreind er saga hjónanna Imad og Taban. Ég reyndi að segja sögu þeirra eins og ég hef hlustað á hana af þeirra hendi. En mig langar að lokum að bæta nokkrum línum sem minni eigin skoðun.Dyflinnarkerfið er ómannúðlegt kerfi. Það er alls ekki eitthvað nýtt. Hugsum okkur að við værum í lífshættu og yrðum að flýja heimaland okkar. Við bönkum á dyrnar í næsta ríki og biðjum um hjálp. En ef það ríki segir: „Nei, því miður“, hvað sá eigum við þá að gera? Auðvitað munum við fara til þarnæsta ríkis og biðja um hjálp - aftur. Við myndum gera það þangað til við fengjum hjálp í einhverju ríki. Ég tel það vera mjög eðlilegt og sjálfsagt en Dyflinnarkerfi bannar okkur að gera það. Eins og við ef til vill vitum, gerðu norsk yfirvöld samning við írösk stjórnvöld varðandi heimild um endursendingu flóttafólks þaðan sem hafði fengið synjun í Noregi. Nú geta Norðmenn sent flóttafólk frá Írak til baka. Á sama hátt gerðu ESB-ríki samning við stjórnvöld Afganistan og hvert ESB-ríki getur nú „losað sig við“ afganskt flóttafólk úr sínu landi. Vegna slíkrar „þróunar“ í málefnum flóttafólks í Evrópu, er Dyflinnarkerfið núna orðið jafnvel ómannúðarlegra en hingað til að mínu mati. Hingað til, þó að endursending flóttafólks hafi verið ómannúðleg, var það samt grunnstefna að senda ekki fólk til baka til ríkis sem það óttaðist að fara til. En núna er þessari grunnstefnu var hent út varðandi nokkur ríki eins og Írak eða Afganistan. Við getum séð fyrir hvaða örlög bíða flóttafólks frá þessum ríkjum þegar Dyflinnarreglugerðinni er beitt fyrir vagninn. Vegna þessara breytinga tel ég að ábyrgðarríki á hælisumsókn, sem á erindi við Dyflinnarreglugerð, þurfi að velta því vel fyrir sér hvenær það eigi beita Dyflinnarreglugerðinni og hvenær ekki, af því að sú gjörð, eins og að senda írakskt eða afganskt flóttafólk aftur t.d. til Noregs, gæti einfaldlega þýtt endursendingu til heimalands þess og síðan dauðadóm fyrir það. Hvað um tilfelli þeirra Imad og Taban? Hvað gerist ef þau verða send baka til Íraks? Þau eru kúrdísk og ekki ríkiborgarar frá Suður-Írak. Heimabæir þeirra eru ein af hættulegustu svæðum heims þessa dagana auk þess sem þau eru í lífshættu vegna einkalífs síns og ástar. Við getum ekki ráðið hugarfari Kúrda eða menningar- og samfélagslega vondri hefð í Salahaldin-sýslu. Samt getum við hugsað um, hvernig við ættum að haga okkur þegar um er að tefla líf og mannréttindi, samkvæmt viðmiðum sem við höfum í heiðri undir nafni kærleiks og réttlætis. Eða hvað?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun