Útilokar ekki endurskoðun á Landsdómi á kjörtímabilinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. mars 2017 11:59 Brynjar Níelsson Vísir/Vilhelm „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson. Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson.
Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira