Kia söluhæst í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2017 15:32 Kia Stinger er á leiðinni til landsins. Kia var söluhæsta bílamerkið á Íslandi í febrúar. Alls voru 156 nýir Kia bílar seldir í mánuðinum en Toyota er í öðru sæti með 155 bíla. Mazda er í þriðja sæti með 118 nýskráningar og Nissan í því fjórða með 114 nýskráningar í febrúar. ,,Það er að sjálfsögðu mikil ánægja í herbúðum Kia hjá Bílaumboðinu Öskju með þennan góða árangur. Við höfum unnið markvist að því að koma Kia í fremstu röð hér á landi og það er auðveldara þegar verið er að vinna með mjög gott bílamerki sem Kia er. Við höfum verið að kynna nýjar og spennandi gerðir Kia bíla á síðustu mánuðum og það eru mjög spennandi bílar á leiðinni eins og nýjar kynslóðir af Rio og Picanto og svo hinn magnaði Kia Stinger sem fengið hefur mikla athygli og lof erlendis. Þá er Kia sú bíltegund sem bilar sjaldnast samkvæmt skýrslu sænska tryggingafélagsins Länsförsäkringar um tíðni alvarlegra bilana í nýlegum bílum sem bárust tryggingafélaginu," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Kia hefur farið mjög vel af stað á þessu ári og er með alls 346 nýja bíla selda á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Kia er með 13,5% markaðshlutdeild það sem af er árinu. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Kia var söluhæsta bílamerkið á Íslandi í febrúar. Alls voru 156 nýir Kia bílar seldir í mánuðinum en Toyota er í öðru sæti með 155 bíla. Mazda er í þriðja sæti með 118 nýskráningar og Nissan í því fjórða með 114 nýskráningar í febrúar. ,,Það er að sjálfsögðu mikil ánægja í herbúðum Kia hjá Bílaumboðinu Öskju með þennan góða árangur. Við höfum unnið markvist að því að koma Kia í fremstu röð hér á landi og það er auðveldara þegar verið er að vinna með mjög gott bílamerki sem Kia er. Við höfum verið að kynna nýjar og spennandi gerðir Kia bíla á síðustu mánuðum og það eru mjög spennandi bílar á leiðinni eins og nýjar kynslóðir af Rio og Picanto og svo hinn magnaði Kia Stinger sem fengið hefur mikla athygli og lof erlendis. Þá er Kia sú bíltegund sem bilar sjaldnast samkvæmt skýrslu sænska tryggingafélagsins Länsförsäkringar um tíðni alvarlegra bilana í nýlegum bílum sem bárust tryggingafélaginu," segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Kia hefur farið mjög vel af stað á þessu ári og er með alls 346 nýja bíla selda á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Kia er með 13,5% markaðshlutdeild það sem af er árinu.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent