Myndband - Þú veist aldrei hvar Birnir er Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. mars 2017 16:15 Birnir Sigurðarson byrjar með látum. Vísir/Anton Brink „Ég er úr 200 Kópavogi, ég átti samt heima í 101, bara á Hallveigarstíg bak við Prikið, þangað til að ég var átta ára. Ég byrjaði að rappa þegar ég flutti í Kópavoginn og þá bara með vinum mínum í partíum og svona, var líka að skrifa texta – síðan var það líklega í 10. bekk sem ég var byrjaður að klára að skrifa lög. En ég hef ekkert mikið verið að rappa opinberlega síðan fyrir svona einu og hálfu ári,“ segir rapparinn Birnir sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband á vegum Sticky Records. Í myndbandinu má sjá kunnugleg andlit, en þar eru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Sturla Atlas úr 101 boys auk Arons Can. Jóhann Kristófer ásamt Benedikti Andrasyni sáu um leikstjórn myndbandsins ásamt því að Jóhann leikur í því. Þannig að það eru engir aukvisar sem koma að þessum fyrstu sporum Birnis í rappheiminum. Sticky Records er plötufyrirtæki Priksins þannig það má kannski segja að Birnir sé komin aftur á fæðingarslóðir sínar. Þó er það Kópavogurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á rappferil hans, „Ég kem úr sama hverfi og Erpur, hann var í grunnskólanum mínum. Ég var alltaf mjög mikið að rappa um hverfið mitt, Hamraborgina og svona. Ég hef líka mikið verið með Herra Hnetusmjöri. Ég byrjaði að spila með honum og Joe Fraizer, fyrir löngu – alveg þremur árum síðan. Við fórum og tókum gigg á Selfossi þá aðeins búnir að gera eitt lag saman, sem svo varð ekkert úr. En við höfum oft spilað show saman – ég, Herra Hnetusmjör, Joe Fraizer og DJ Spegill. Þetta byrjaði þannig. Síðan var það hann Geoffrey hjá Sticky Records sem hafði samband því hann hafði heyrt lög með mér og sagði mér frá Sticky hugmyndinni og bað mig um að gera eitthvað með þeim – ég var 100% til í það því að mér fannst það frábær hugmynd sem gæti keyrt kúltúrinn áfram, miklu lengra en hann hefur komist hingað til. Ef ég, nýr artisti, gæti gefið eitthvað út hjá Sticky sem væri lögð vinna í þá myndi það vonandi verða innblástur fyrir aðra artista að klára dótið sitt og gefa út.“ Lagið Sama tíma fæddist í stúdíóinu einn daginn. „Ég fór að raula: „Þú vildir hitta á mig en þú veist aldrei hvar ég er.“ Fólk er nefnilega búið að vera að tala um hvað það er alltaf erfitt að ná í mig og ég gerði í raun og veru bara lag í kringum það,“ segir Birnir um tilurð lagsins, en blaðamaður getur staðfest að það var svolítið bras að ná í hann. Birnir stefnir á að gefa út annað myndband í mánuðinum og er að vinna að plötu. „Ég er líka að vinna með öðrum artistum í tónlistarheiminum sem eru svona á mínum aldri og eru þekktir – ég ætla samt ekkert að segja nöfnin á þeim, það kemur bara í ljós,“ segir hann dularfullur að lokum. Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er úr 200 Kópavogi, ég átti samt heima í 101, bara á Hallveigarstíg bak við Prikið, þangað til að ég var átta ára. Ég byrjaði að rappa þegar ég flutti í Kópavoginn og þá bara með vinum mínum í partíum og svona, var líka að skrifa texta – síðan var það líklega í 10. bekk sem ég var byrjaður að klára að skrifa lög. En ég hef ekkert mikið verið að rappa opinberlega síðan fyrir svona einu og hálfu ári,“ segir rapparinn Birnir sem gefur í dag út sitt fyrsta lag og myndband á vegum Sticky Records. Í myndbandinu má sjá kunnugleg andlit, en þar eru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Sturla Atlas úr 101 boys auk Arons Can. Jóhann Kristófer ásamt Benedikti Andrasyni sáu um leikstjórn myndbandsins ásamt því að Jóhann leikur í því. Þannig að það eru engir aukvisar sem koma að þessum fyrstu sporum Birnis í rappheiminum. Sticky Records er plötufyrirtæki Priksins þannig það má kannski segja að Birnir sé komin aftur á fæðingarslóðir sínar. Þó er það Kópavogurinn sem hefur haft hvað mest áhrif á rappferil hans, „Ég kem úr sama hverfi og Erpur, hann var í grunnskólanum mínum. Ég var alltaf mjög mikið að rappa um hverfið mitt, Hamraborgina og svona. Ég hef líka mikið verið með Herra Hnetusmjöri. Ég byrjaði að spila með honum og Joe Fraizer, fyrir löngu – alveg þremur árum síðan. Við fórum og tókum gigg á Selfossi þá aðeins búnir að gera eitt lag saman, sem svo varð ekkert úr. En við höfum oft spilað show saman – ég, Herra Hnetusmjör, Joe Fraizer og DJ Spegill. Þetta byrjaði þannig. Síðan var það hann Geoffrey hjá Sticky Records sem hafði samband því hann hafði heyrt lög með mér og sagði mér frá Sticky hugmyndinni og bað mig um að gera eitthvað með þeim – ég var 100% til í það því að mér fannst það frábær hugmynd sem gæti keyrt kúltúrinn áfram, miklu lengra en hann hefur komist hingað til. Ef ég, nýr artisti, gæti gefið eitthvað út hjá Sticky sem væri lögð vinna í þá myndi það vonandi verða innblástur fyrir aðra artista að klára dótið sitt og gefa út.“ Lagið Sama tíma fæddist í stúdíóinu einn daginn. „Ég fór að raula: „Þú vildir hitta á mig en þú veist aldrei hvar ég er.“ Fólk er nefnilega búið að vera að tala um hvað það er alltaf erfitt að ná í mig og ég gerði í raun og veru bara lag í kringum það,“ segir Birnir um tilurð lagsins, en blaðamaður getur staðfest að það var svolítið bras að ná í hann. Birnir stefnir á að gefa út annað myndband í mánuðinum og er að vinna að plötu. „Ég er líka að vinna með öðrum artistum í tónlistarheiminum sem eru svona á mínum aldri og eru þekktir – ég ætla samt ekkert að segja nöfnin á þeim, það kemur bara í ljós,“ segir hann dularfullur að lokum.
Tónlist Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp