Lítill nýr jepplingur frá Nissan Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 16:27 Nissan Kicks er smár jepplingur ætlaður fyrir báðar heimsálfur Ameríku. Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Sést hefur til Nissan reynsluaka nýjum litlum jepplingi í Bandaríkjunum sem ber nafnið Kicks. Hann er á stærð við Mazda CX-3, Honda HR-V og Toyota CH-R og att gegn þeim í sölu. Þessi bíll er er þó ekki fjarri Nissan Juke í stærð, en minni en Nissan Qashqai. Nissan Juke var aldrei ætlað að keppa á ódýra hluta jepplingamarkaðarins í Bandaríkjunum, en þessum nýja Kicks verður ætlað það. Nissan Kicks verður smíðaður í verksmiðju Nissan í Aguascalientes í Mexíkó, þar sem Versa bíll Nissan er líka smíðaður. Kicks á að koma á Bandaríkjamarkað á fyrstu mánuðum næsta árs. Hann var upphaflega þróaður fyrir S-Ameríkumarkað og meiningin var að smíða hann eingöngu í S-Ameríku, nánar tiltekið í Brasilíu. Þar verður hann reyndar einnig smíðaður, en greinilegt er að Nissan vill taka þátt í mikilli eftirspurn eftir smáum jepplingum í Bandaríkjunum um þessar mundir og sér þar stór tækifæri.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent