Ný lög um húsnæðisbætur haft þveröfug áhrif Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2017 18:46 Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Tekjulágum einstaklingum sem búa við örorku er nánast gert ókleift að eignast húsnæði eftir að ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi um síðustu áramót. Markmiðið með breytingunum var meðal annars að lækka greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar en þær hafa haft þveröfug áhrif. Þetta kom fram á opnum fundi sem Öryrkjabandalag Íslands hélt á Grand Hótel í dag, þar sem skattar, skerðingar og húsnæði voru til umfjöllunar. Lög um húsnæðisbætur voru afnumin um síðustu áramót og í staðinn tekinn upp húsnæðisstuðningur. Eftir breytingarnar teljast bætur almannatrygginga til tekna við útreikning húsnæðisbóta. Tekjulágir einstaklingar, þeirra á meðal einstaklingar sem búa við örorku, eiga því enn erfiðara um vik um að koma sér upp heimili, að mati Ellenar Calmon, formanns Öryrkjabandalagsins.Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins.Vísir/Anton„Því miður virðist þessi stuðningur ekki hafa hitt á þá sem mest þurfa á honum að halda,“ segir Ellen. „Og við erum að sjá verulegar skerðingar á húsnæðisstuðningi til fólks, sem eru svo verulegar að þær eru jafnvel engin fjárhagsleg uppbót fyrir þá sem þurfa. Ég hef það helst á tilfinningunni að hér hafi verið gerð enn ein mistökin í lagasetningu.“ Ellen segir að stór hópur fólks sé í slæmri stöðu. Í dag sé litið til allra skattskyldra tekna við útreikning húsnæðisbóta og til að gera stöðu þessa fólks enn erfiðari hefur húsaleiga hækkað um 53 prósent á síðustu fimm árum og á næstu tveimur til þremur árum gæti húsaleiga hækkað um tuttugu til þrjátíu prósent. „Þegar fólk fær enn frekari skerðingu á húsnæðisstuðningi, þá er alveg ljóst að örorkulífeyrisþegar hafa hreinlega ekki efni á því að leigja eða eiga þak yfir höfuðið,“ segir hún.“ Ellen segir fólk í þessari stöðu ekki geta beðið lengi eftir því að stjórnvöld leiðrétti stöðu þeirra. Hún hefur miklar áhyggjur af fólki sem þarf að búa til skertar tekjur til lengri tíma. „Ég get bara hreinlega ekki hugsað út í það,“ segir Ellen. „Ég biðla til nýrrar ríkisstjórnar að taka á þessum málum og snúa þessum hræðilegu breytingum við. Tilfinning mín er sú að það sé verið að kremja fólk til fátæktar.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira