Subaru ekur bobsleðabraut 17. mars 2017 16:26 Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent
Það er ýmislegt sem djörfum ökumönnum dettur í hug en fæstum hefur dottið í hug að aka niður bobsleðabraut, ja fyrr en nú. Það var ökumaðurinn Mark Higgins sem tók að sér þetta fífldjarfa verkefni í bobsleðabrautinni í St. Mauritz og ekkert minna en Subaru WRX STI dugði til verksins. Undir hann voru sett tiltölulega mjó dekk með gríðarstórum nöglum og ekki veitti víst af. Hliðarspeglarnir á bílnum voru teknir af en ekkert pláss var fyrir þá á þröngri brautinni og á leiðinni niður kastaðist Subaruinn hressilega til og væntanlega skaddaðist talsvert á leiðinni, þó það fylgi ekki sögunni né myndskeiðinu hér að ofan. Higgins var vel varinn inní bílnum og ýmiss aukinn öryggisbúnaður var settur í bílinn til að vernda ökumanninn ef illa færi. Í mesta hliðarhalla brautarinnar er bíllinn með aðra hliðina upp en hina niður og þannig varð Higgins stundum að aka brautina á hlið. Hliðarnar eru raunverulega 90 gráðu brattar. Sjón er sögu ríkari, en þetta tókst.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent