Vilja þyngri refsingar við mútum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. mars 2017 14:09 Dómsmálaráðherra leggur fram drögin vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum, en reglurnar ná til allra opinberra starfsmanna. vísir/ernir Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningarlaga um mútur. Breytingarnar fela í sér hertari viðurlög við mútubrotum en markmiðið er að uppfylla tilmæli vinnuhóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um erlend mútubrot. Gert er ráð fyrir að hámarksrefsing fyrir brot um mútuboð gagnvart opinberum starfsmönnum verði þyngd úr fjögurra ára fangelsi í sex ára fangelsi. Þá er lagt til að hámarksrefsing fyrir mútubrot í atvinnurekstri verði þyngd úr þriggja ára fangelsi í fimm ára fangelsi. Frumvarpsdrögin fela jafnframt í sér að hugtakið opinber starfsmaður geti átt við stjórnendur og starfsmenn lögaðila sem séu að hluta eða heild í opinberri eigu eða lúta stjórn hins opinbera. Stjórnandinn og starfsmenn þurfa þá að vera í þeirri stöðu að hafa heimildir í lögum til að taka eða hafa áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila og að þeir geti ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna eða fjármuna, að því er segir í drögunum. Þá segir í drögunum að rökin fyrir þyngingu refsinga vegna mútubrota almennt þau að um sé að ræða alvarleg brot sem meðal annars veikja traust á stjórnkerfinu. Brotin stríði gegn almannahagsmunum og heilbrigðu viðskipta- og atvinnulífi, bæði hérlendis og í alþjóðaviðskiptum. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarpið en það er unnið í samráði við stýrihóp hans um eftirfylgni vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Lögð hafa verið fram drög að frumvarpi til breytinga á ákvæðum almennra hegningarlaga um mútur. Breytingarnar fela í sér hertari viðurlög við mútubrotum en markmiðið er að uppfylla tilmæli vinnuhóps Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um erlend mútubrot. Gert er ráð fyrir að hámarksrefsing fyrir brot um mútuboð gagnvart opinberum starfsmönnum verði þyngd úr fjögurra ára fangelsi í sex ára fangelsi. Þá er lagt til að hámarksrefsing fyrir mútubrot í atvinnurekstri verði þyngd úr þriggja ára fangelsi í fimm ára fangelsi. Frumvarpsdrögin fela jafnframt í sér að hugtakið opinber starfsmaður geti átt við stjórnendur og starfsmenn lögaðila sem séu að hluta eða heild í opinberri eigu eða lúta stjórn hins opinbera. Stjórnandinn og starfsmenn þurfa þá að vera í þeirri stöðu að hafa heimildir í lögum til að taka eða hafa áhrif á ákvarðanir um réttindi og skyldur einstaklinga eða lögaðila og að þeir geti ráðstafað eða haft áhrif á ráðstöfun opinberra hagsmuna eða fjármuna, að því er segir í drögunum. Þá segir í drögunum að rökin fyrir þyngingu refsinga vegna mútubrota almennt þau að um sé að ræða alvarleg brot sem meðal annars veikja traust á stjórnkerfinu. Brotin stríði gegn almannahagsmunum og heilbrigðu viðskipta- og atvinnulífi, bæði hérlendis og í alþjóðaviðskiptum. Dómsmálaráðherra leggur fram frumvarpið en það er unnið í samráði við stýrihóp hans um eftirfylgni vegna innleiðingar alþjóðlegra tilmæla um aðgerðir gegn spillingu og mútum.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira