Frjálslyndir bæta við sig fylgi á síðustu metrunum í Hollandi Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2017 20:00 Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn. Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Frjálslyndiflokkur forsætisráðherra Hollands hefur sótt aðeins í sig veðrið í könnunum á lokametrunum fyrir þingkosningar sem fram fara í landinu í dag. Fyrstu útgönguspár verða birtar fljótlega eftir lokun kjörstaða klukkan átta í kvöld. Núverandi ríkisstjórn Hollands er samsteypustjórn Frjálslyndaflokksins með Mark Rutte forsætisráðherra og Verkamannaflokksins. Ekki er talið líklegt að þeir flokkar haldi meirihluta sínum í neðri deild hollenska þingsins þar sem sitja 150 þingmenn. Frjálslyndiflokkurinn fékk 41 þingmann og Verkamannaflokkurinn 35 í síðustu kosningum, og hafa því verið með eins manns meirihluta á þingi eða 76 þingmenn. Gert Wilders leiðtogi og reyndar eini meðlimur Frelsisflokksins og aðrir sem bjóða sig fram í nafni flokksins hafa verið ráðandi í umræðunni fyrir kosningarnar með áherslum sínum á banni við Kóraninum, moskum og almennri andúð á múslimum. Hann boðar einnig þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina að Evrópusambandinu. Samkvæmt könnunum vikurnar fyrir kosningar gæti Wilders bætt við sig 9 þingmönnum, á sama tíma og stjórnarflokkarnir töpuðu samanlagt 43 þingmönnum. Hann segir framtíðina vera í höndum kjósenda. „Kosningar eru aðalsmerki allra lýðræðisríkja á okkar tímum og ákveður hvað það vill gera. Ef kjósendur vilja að flokkurinn verði stór þegar upp er staðið er það í anda lýðræðisins. Ef fólkið kýs að gera flokkinn veikan er það ákvörðun þess,“ sagði Wilders á kjörstað í dag. Hins vegar benda allra nýjustu kannanir til að stór hluti þeirra 13 milljóna kjósenda sem getur gengið að kjörborðinu í dag hafi skipt um skoðun. Frjálslyndiflokkur Rutte forsætisráðherra hefur sótt verulega í sig veðrið á lokaspretti kosningabaráttunnar. Flokkurinn mun samkvæmt nýjustu könnunum bæta við sig fleiri þingmönnum en Frelsisflokkur Wilders. Kjörstaðir opnuðu klukkan hálf sjö í morgun að íslenskum tíma og þeim síðustu verður lokað klukkan átta í kvöld. Strax upp úr því er búist við að fjölmiðlar birti fyrstu útgönguspár sínar en slíkar spár hafa yfirleitt verið mjög nálægt endanlegum úrslitum í Hollandi. Síðustu tölur birtast þó væntanlega ekki fyrr en milli klukkan þrjú og fjögur í nótt. Mark Rutte forsætisráðherra yrði augljóslega ekki sáttur ef Wilders bætti miklu fylgi við sig í kosningunum í dag. „Ég tel að þjóðir heims muni þá segja að eftir Brexit og eftir kosningarnar í Bandaríkjunum hafi lýðskrumið borið sigur úr býtum,“ sagði forsætisráðherrann eftir að hann hafði kosið í dag. Þótt flokkur Wilders kunni að bæta við sig töluverðu fylgi eru nánast engar líkur á að flokkurinn fari í ríkisstjórn því aðrir flokkar hafa fyrirfram útilokað að mynda með honum stjórn.
Tengdar fréttir Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00 "Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00 Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Rutte varar kjósendur við boðuðum aðgerðum Wilders Hollenskir kjósendur velja sér þing í dag. Hinn umdeildi Geert Wilders virðist ætla að styrkja stöðu flokks síns, en kemst varla í ríkisstjórn þar sem enginn annar flokkur telur hann stjórntækan. 15. mars 2017 07:00
"Vel yfir 80 prósent Hollendinga hafna málflutningi Wilders“ Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir segir að Wilders hafi hrifsað til sín umræðuna en ekki völdin. 15. mars 2017 15:00
Ólíklegt að „Trumpvæðing“ Evrópu hefjist í Hollandi Allt bendir til þess að þjóðernisflokkur Geert Wilders nái góðum árangri í Hollandi. En er það nóg til að hefja framgöngu þjóðernisflokka í Evrópu? 15. mars 2017 09:30