Chris Forsberg driftar upp fjall Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 13:45 Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent
Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent