Chris Forsberg driftar upp fjall Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2017 13:45 Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta. Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Bandaríski ökumaðurinn Chris Forsberg er ekki ókunnugur driftinu en hann keppir í Formula Drift Series og er ekki síður þekktur fyrir myndskeið á netinu eins og þetta. Honum var falið að fara upp fjallveg í Onion dalnum í Kaliforníu um daginn án þess að hafa ekið leiðina áður. Ekki stöðvaði það Forsberg í að fara upp fjallið meira og minna á hlið og voru taktar hans myndaðir í bak og fyrir. Bíllinn sem Chris Forsberg ekur er Nissan 370Z með veltibúri, sex punkta öryggisbelti og vökvadrifinni handbremsu, en það stjórntæki er uppáhald driftarans. Nissan bíllinn er með V8 vél og er ríflega 1.000 hestöfl svo ekki skorti aflið til að skila sér upp fjallið en hætt er við því að Hankook dekkin sem voru undir bíl hans hafi mátt muna fífil sinn fegurri eftir æfingar Forsberg þessu sinni. Enginn þarf að efast um hæfileika Forsberg við driftið eftir að hafa séð þessa takta.
Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent