Hárpartý á Hard Rock Ritstjórn skrifar 15. mars 2017 11:00 Bpro á Íslandi fékk í síðustu viku heimsókn frá stjórstjörnum innan hárgeirans, þeim Eamonn Boreham og Charlie Cullen frá label M. en blésu að því tilefni til hárhátíðar fyrir fagfólk til að fá innblástur og sækja sér dýpri þekkingar. „Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá svona frábæra fagmenn til landsins og forréttindi fyrir hárgreiðslufólk að fá tækifæri til að sækja sér dýpri þekkingu og njóta innblástursins sem þeir Eamonn og Charlie færa okkur,“ segir Guðný Hrönn Sigmundsdóttir, vörumerkjastóri fyrir label.m og HH Simonsen á Íslandi. Dagskráin var viðburðarík og byrjaði á kraftmikilli viðskiptaþjálfun og um kvöldið tók svo við veisla á Hard Rock. „Þar fengu gestir að sjá brot af öllu því sem faghjartað og hugann lystir. Má til dæmis nefna; Men’s, Get the look og Fashion Fix. Þessi þrenning sameinar allt það sem fagfólk óskar eftir.“ Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og label.m ambassador Íslands, spilaði lykilhlutverk á sviðinu þar sem hún sýndi Fashion Fix greiðslur. Guðný segir alltaf skapast ákveðinn stemmning þegar hárgreiðslufólk kemur saman á þennan hátt. „Það leiðist engum, enda mikill sjarmi yfir faginu okkar og áttum við saman kraumandi kvöldstund. Okkur tókst að skapa stemingu sem var í senn notaleg og fjörug en umfram allt fór fólkið okkar út í nóttina stútfullt af nýrri þekkingu og innblæstri.“Baldur og Guðný hjá B pro á Íslandi. Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Hárlitur ársins er "bronde" Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour
Bpro á Íslandi fékk í síðustu viku heimsókn frá stjórstjörnum innan hárgeirans, þeim Eamonn Boreham og Charlie Cullen frá label M. en blésu að því tilefni til hárhátíðar fyrir fagfólk til að fá innblástur og sækja sér dýpri þekkingar. „Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá svona frábæra fagmenn til landsins og forréttindi fyrir hárgreiðslufólk að fá tækifæri til að sækja sér dýpri þekkingu og njóta innblástursins sem þeir Eamonn og Charlie færa okkur,“ segir Guðný Hrönn Sigmundsdóttir, vörumerkjastóri fyrir label.m og HH Simonsen á Íslandi. Dagskráin var viðburðarík og byrjaði á kraftmikilli viðskiptaþjálfun og um kvöldið tók svo við veisla á Hard Rock. „Þar fengu gestir að sjá brot af öllu því sem faghjartað og hugann lystir. Má til dæmis nefna; Men’s, Get the look og Fashion Fix. Þessi þrenning sameinar allt það sem fagfólk óskar eftir.“ Harpa Ómarsdóttir eigandi Hárakademíunnar og label.m ambassador Íslands, spilaði lykilhlutverk á sviðinu þar sem hún sýndi Fashion Fix greiðslur. Guðný segir alltaf skapast ákveðinn stemmning þegar hárgreiðslufólk kemur saman á þennan hátt. „Það leiðist engum, enda mikill sjarmi yfir faginu okkar og áttum við saman kraumandi kvöldstund. Okkur tókst að skapa stemingu sem var í senn notaleg og fjörug en umfram allt fór fólkið okkar út í nóttina stútfullt af nýrri þekkingu og innblæstri.“Baldur og Guðný hjá B pro á Íslandi.
Mest lesið Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour NYX Professional Makeup bauð í veislu í Kaupmannahöfn Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Er Mondler í alvöru par? Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour Einstaklega fjölbreyttur rauður dregill á Glamour verðlaununum Glamour Þrjár góðar peysur í kuldanum Glamour Hárlitur ársins er "bronde" Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour