Nýr formaður VR vill lægri laun: „Þetta er bara prinsippmál“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. mars 2017 15:35 Ragnar fékk tæplega 63 prósent atkvæða í formannskosningunni. vísir/stefán Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“ Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, ætlar að fara fram á það við stjórn verkalýðsfélagsins að laun hans verði lækkuð. Hann segir fullkomlega óeðlilegt að formaður félagsins hækki meira í launum en hann sé tilbúinn til að semja um fyrir sína félagsmenn. Laun formanns VR hafa hækkað um ríflega 43 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú um 1.410 þúsund krónur með ökutækjastyrk. Á sama tíma hafa laun félagsmanna VR hækkað um 12,6 prósent. Ragnar hyggst fara fram að laun sín verði lækkuð um um það bil 300 þúsund krónur. „Þetta finnst mér algjörlega út úr kortinu. Það var gerð ákveðin sátt árið 2009 þegar við vorum í hallarbyltingu um launakjör formanns. Sú sátt finnst mér hafa verið rofin og ég mun lækka launin mín í samræmi við það. Ég er ekki með nákvæmar tölur en ég mun allavega þessar hækkanir til baka,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. „Ég ætla ekki að hækka meira í launum en ég er tilbúinn til að semja um fyrir mína félagsmenn. Þetta er bara prinsipp-mál.“ Sem fyrr segir er Ragnar Þór nýkjörinn formaður VR. Hann sigraði í dag í formannskosningu félagsins með tæplega 63 prósent atkvæða, og tekur þar af leiðandi við af Ólafíu B. Rafnsdóttur sem hefur verið formaður frá árinu 2013. Ólafía hlaut 37 prósent atkvæða.Ætlar að beita sér gegn SALEK Aðspurður segir Ragnar þetta nýja starf leggjast vel í sig, en hann hefur setið í stjórn VR síðastliðin átta ár. Fyrst og fremst muni hann vinna að ytra starfi félagsins, en hans fyrsta verkefni verði að koma saman nýrri stjórn. „Þetta mun fyrst og fremst snúa að ytra starfi félagsins. Innra starf félagsins er mjög traust. Ég mun til dæmis, ásamt stjórninni, beita mér fyrir afnámi verðtryggingar, svo er það baráttan gegn vaxtaokri og svo þurfum við að beita okkur meira í húsnæðismálum,“ segir Ragnar, aðspurður um hans helstu áherslumál. Ragnar er jafnframt mjög gagnrýninn á SALEK-samkomulagið svokallaða, og segir launastefnuna svik við launafólk. „Launafólk hefur í síðustu þremur kjarasamningum sýnt ábyrgð og hófsemi í okkar kröfum. Á meðan hafa ráðamenn, fyrirtæki og fjármálastofnanir verið að greiða sér arð og í rauninni algjörlega taktlaus við að halda hérna einhverjum ímynduðum stöðugleika. Þannig að traustið er einfaldlega ekki til staðar,“ segir hann. SALEK snúist fyrst og fremst um það að halda niðri kjarabaráttu annarra stétta. „Ég get ekki tekið undir þá stefnu að ráðast á aðrar stéttir sem eru að fá mjög réttmætar kjartabætur. Það er eitt af því sem SALEK samkomulagið snýst um, og það er það sem mér finnst svik við launafólk.“VR ekki hlustað á vilja félagsmanna Ragnar segir VR ekki hafa hlustað á vilja félagsmanna, sem sé það sem hann sé hvað ósáttastur við. Ljóst sé með afgerandi niðurstöðu úr formannskjörinu að fólk vilji breytingar. „Vilji félagsmanna er greinilega sá að félagsmenn vilja víkka út kjarabaráttuna. Grunnþjónustan er kjaramál. Heilbrigðisþjónustan er kjaramál. Vextirnir og verðtryggingin eru kjaramál. Húsnæðismálin eru kjaramál, ekki bara einhver prósentubrot umfram verðbólguspár í hækkanir. Það er þetta sem að félagsmenn eru að biðja um. Þeir vilja fá hreyfinguna til fólksins. Ég ætla mér að blása lífi í þessa baráttu. Við breytum ekki heiminum á einum degi. En eftir því sem við erum fleiri sem komum að þessu og höfum þessa sýn á þessar breytingar þeim mun líklegra er að okkur takist þetta ætlunarverk.“
Tengdar fréttir Ragnar Þór nýr formaður VR Fékk tæplega 63 prósent atkvæða. 14. mars 2017 13:52 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira