Ég er brjáluð Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun
Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun