Skoda Superb og Kodiaq fá rafmagnsmótora Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 12:47 Skoda VisionS tilraunabíllinn. Bæði flaggskipið Superb og nýi jeppinn Kodiaq frá Skoda munu fá rafmagnsmótora til aðstoðar brunavélum frá og með árinu 2019. Auk þess ætlar Skoda að hefja sölu á hreinræktuðum rafmagnsbíl á sama ári. Skoda virðist vera komið vel á veg með þróun þessa fyrsta rafmagnsbíls síns og ætlar að sýna hann á bílasýningunni í Shanghai í Kína seinni hluta apríl. Þessi rafmagnsbíll verður á MEB-undirvagni Volkswagen bílafjölskyldunnar, en hann mun þjóna undir flesta rafmagnsbíla þeirra bílamerkja sem tilheyra Volkswagen. Þróunarstjóri Skoda, Christian Stube lét hafa á eftir sér að nýr rafmagnsbíll Skoda verði hlaðinn tækninýjungum og muni spila myndarlega á tilfinningar fólks. Því er von á mjög spennandi bíl í útliti og líklega verður þar ekki á ferðinni jepplingur, líkt og VisionS tilraunabíll Skoda, heldur fremur fólksbíll. Þó að þessar fréttir séu örlítið í framtíðinni hjá Skoda er margt spennadi að gerast hjá Skoda í ár. Skoda er þegar búið á árinu að kynna uppfærðar gerðir Rapid og Citigo, sem og Octavia RS 245 og Sportline og Scout gerðir af nýja Kodiaq jeppanum. Seinna á árinu ætlar Skoda svo að kynna nýja kynslóð af Yeti bílnum og líklega verður hann fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent
Bæði flaggskipið Superb og nýi jeppinn Kodiaq frá Skoda munu fá rafmagnsmótora til aðstoðar brunavélum frá og með árinu 2019. Auk þess ætlar Skoda að hefja sölu á hreinræktuðum rafmagnsbíl á sama ári. Skoda virðist vera komið vel á veg með þróun þessa fyrsta rafmagnsbíls síns og ætlar að sýna hann á bílasýningunni í Shanghai í Kína seinni hluta apríl. Þessi rafmagnsbíll verður á MEB-undirvagni Volkswagen bílafjölskyldunnar, en hann mun þjóna undir flesta rafmagnsbíla þeirra bílamerkja sem tilheyra Volkswagen. Þróunarstjóri Skoda, Christian Stube lét hafa á eftir sér að nýr rafmagnsbíll Skoda verði hlaðinn tækninýjungum og muni spila myndarlega á tilfinningar fólks. Því er von á mjög spennandi bíl í útliti og líklega verður þar ekki á ferðinni jepplingur, líkt og VisionS tilraunabíll Skoda, heldur fremur fólksbíll. Þó að þessar fréttir séu örlítið í framtíðinni hjá Skoda er margt spennadi að gerast hjá Skoda í ár. Skoda er þegar búið á árinu að kynna uppfærðar gerðir Rapid og Citigo, sem og Octavia RS 245 og Sportline og Scout gerðir af nýja Kodiaq jeppanum. Seinna á árinu ætlar Skoda svo að kynna nýja kynslóð af Yeti bílnum og líklega verður hann fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent