Styrking krónunnar að slátra rekstri Dohop Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Engin leið er að sjá hvaða áhrif haftalosunin hefur á þróun á gjaldeyrismarkaði. vísir/gva Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Afnám hafta, sem kynnt var á sunnudag og tekur gildi í dag, mun ekki hafa mikil bein áhrif á almenning og smærri fyrirtæki, að mati Stefáns Brodda Guðjónssonar, forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri DohopUndir þetta tekur Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðavefsins Dohop. Hann segir að haftaafnámið muni ekki hafa nein áhrif á sitt fyrirtæki. „Ég get ekki séð það. Höftin hafa ekki haft nein áhrif á okkur sem fyrirtæki. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með neinar gjaldeyrishreyfingar eða neitt slíkt,“ segir hann. Hins vegar hafi gengi krónunnar haft gríðarleg áhrif á rekstur fyrirtækisins, en krónan hefur styrkst verulega undanfarnar vikur. „Á þessu ári hugsa ég að við verðum af svona 60 til 80 milljónum í tekjur fyrir félag sem velti 300 milljónum á síðasta ári. Að þessu leyti erum við í nákvæmlega sömu stöðu og útgerðarfélögin. Áttatíu prósent af kostnaðinum eru laun og það er allt í krónum og 93 prósent af tekjunum eru í erlendri mynt. Þannig að þetta slátrar okkur,“ segir hann. Þess vegna sé fyrirtækið að færa kostnaðinn til útlanda með því að segja upp starfsmönnum á Íslandi og ráða frekar starfsfólk í Austur-Evrópu. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið sagt upp tíu starfsmönnum en þeir voru þrjátíu þegar mest var. Stefán Broddi segir að áhrif af afnámi haftanna geti hins vegar orðið meiri á stærri fyrirtæki, til dæmis þau fyrirtæki sem stefni að skráningu á markaði erlendis. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta hafi áhrif á möguleika á tvískráningu innlendra fyrirtækja, til dæmis Eimskipa og Icelandair,“ segir Stefán Broddi. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir að Eimskip hafi haft áhuga á því að skrá félagið á markað í Noregi. „Það var verið að tala um Ósló á sínum tíma og það voru nokkur ljón í veginum. Til dæmis voru gjaldeyrishöft á Íslandi til trafala. Markaðir í Ósló voru ekki sterkir á þeim tíma og það var ýmislegt sem stóð í veginum,“ segir hann. Hann segir ekkert hafa dregið til tíðinda varðandi þetta að undanförnu. Vissulega sé eitt ljónið farið úr veginum en núna séu menn að meta hvaða þýðingu ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hefur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirrituðu verksamning um smíði Fossvogsbrúar Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Sjá meira
Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00