Peysurnar hans Daða brátt fáanlegar almenningi Ritstjórn skrifar 13. mars 2017 20:15 Á laugardaginn fór fram ein mest spennandi söngvakeppni sjónvarpsins seinustu ára. Það voru þau Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson sem kepptust um aðal verðlaun kvöldsins, sem eru að sjálfsögðu að keppa fyrir Íslands hönd á Eurovision í vor. Þrátt fyrir að Daði hefi ekki unnið að þessu sinni þá eru flestir sammála um það að Daði hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir einstaka einlægni og hæfileika. Peysurnar sem hann og hljómsveit hans klæddust eru einnig eitt það eftirminnilegasta frá undankeppninni. Daði hannar peysurnar sjálfur og hann segist finna fyrir mikilli eftirspurn frá fólki sem vilji eignast sitt eigið eintak. „Þær verða fáanlegar almenningi en ég er ennþá að skoða hvernig sé best að snúa sér í þessu öllu saman. Eftirspurnin er töluvert meiri en ég hélt, ég hélt að enginn mundi vilja svona,“ segir Daði. Hugmyndina fékk hann út frá tölvunördaþemanu í atriðinu og þá hafi legið beint við að gera peysurnar. „Ég hélt að við værum ein um það að finnast þær kúl.“ Ekki er enn komið á hreint hvenær peysurnar fara á sölu en það er nokkuð ljóst að þær eiga eftir að vekja mikla lukku hjá aðdáendum Daða. Peysurnar sem Daði og hljómsveitin hans klæðast hafa slegið í gegn.Vísir/Stefán Mest lesið Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Katy Perry með sérstakt hárskraut Glamour Vilja líka banna "microbeads“ í Bretlandi Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Steldu stílnum: Hið fullkomna haustdress Glamour Jennifer Lawrence komin með nýjan kærasta Glamour
Á laugardaginn fór fram ein mest spennandi söngvakeppni sjónvarpsins seinustu ára. Það voru þau Svala Björgvinsdóttir og Daði Freyr Pétursson sem kepptust um aðal verðlaun kvöldsins, sem eru að sjálfsögðu að keppa fyrir Íslands hönd á Eurovision í vor. Þrátt fyrir að Daði hefi ekki unnið að þessu sinni þá eru flestir sammála um það að Daði hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar fyrir einstaka einlægni og hæfileika. Peysurnar sem hann og hljómsveit hans klæddust eru einnig eitt það eftirminnilegasta frá undankeppninni. Daði hannar peysurnar sjálfur og hann segist finna fyrir mikilli eftirspurn frá fólki sem vilji eignast sitt eigið eintak. „Þær verða fáanlegar almenningi en ég er ennþá að skoða hvernig sé best að snúa sér í þessu öllu saman. Eftirspurnin er töluvert meiri en ég hélt, ég hélt að enginn mundi vilja svona,“ segir Daði. Hugmyndina fékk hann út frá tölvunördaþemanu í atriðinu og þá hafi legið beint við að gera peysurnar. „Ég hélt að við værum ein um það að finnast þær kúl.“ Ekki er enn komið á hreint hvenær peysurnar fara á sölu en það er nokkuð ljóst að þær eiga eftir að vekja mikla lukku hjá aðdáendum Daða. Peysurnar sem Daði og hljómsveitin hans klæðast hafa slegið í gegn.Vísir/Stefán
Mest lesið Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Katy Perry með sérstakt hárskraut Glamour Vilja líka banna "microbeads“ í Bretlandi Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Marilyn Monroe hefði fagnað 90 ára afmæli sínu í dag Glamour Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Glamour 200 þúsund króna ævisaga Naomi Campbell. Glamour Steldu stílnum: Hið fullkomna haustdress Glamour Jennifer Lawrence komin með nýjan kærasta Glamour