Erdogan berst við „Nasista“ og hótar þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2017 19:22 Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fer nú mikinn eftir að þeim var meinað að halda kosningafundi í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Erdogan hefur að undanförnu verið duglegur við að kalla æðstu ráðamenn Þýskalands og Hollands Nasista og segist nú ætla að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, styðja hryðjuverkamenn. Þar að auki ítrekaði hann að Nasista-líkingu sína, í sjónvarpsviðtali nú í kvöld. Auk þess hótaði Erdogan að beita viðskiptaþvingunum gegn Hollandi, bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalagsins.Leita til Tyrkja í Evrópu Saga málsins er sú að Tyrkir hafa verið að senda ráðherra til Evrópu til að tryggja sér atkvæði Tyrkja sem búa þar í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi þann 16. apríl. Fjölmargir Tyrkir búa í Evrópu og sem dæmi eru allt að 1,4 milljónir Tyrkja sem geta kosið í Þýskalandi. Um 400 þúsund kosningabærir Tyrkir búa í Hollandi. Atkvæðagreiðslan er um stjórnarskrárbreytingar sem gefa Erdogan mun meiri völd en forsetar í Tyrklandi hafa haft áður. Embætti forsætisráðherra yrði í raun lagt niður. Samband Erdogan og ráðamanna í Evrópu var stirt fyrir vegna ýmissa mannréttindabrota í Tyrklandi og aðgerðir stjórnvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar hluta hersins þar í sumar. Þann 2. maí komu embættismenn í Gaggenau í Þýskalandi í veg fyrir kosningafund Bekir Bozdag, dómsmálaráðherra Tyrklands, og sögðu þeir ástæðuna vera áhyggjur vegna öryggis og mannfjölda. Stjórnendur annarra borga í Þýskalandi fylgdu þeirri ákvörðun.Erdogan brást reiður við og sakaði Þjóðverja um að beita aðferðum Nasista. Merkel sagði ríkisstjórn sína ekki vera á móti kosningafundum Tyrkja í Þýskalandi, en að þeir yrðu að fylgja reglugerðum.Féllu í gildru Erdogan Yfirvöld í Hollandi bönnuðu hins vegar Tyrkjum að halda kosningafundi þar og meinuðu flugvél Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, að lenda í Hollandi. Þá var Fatma Betul Sayan Kaya, fjölskylduráðherra Tyrklands, vísað frá landinu. Christian Kern, kanslari Austurríkis, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið leggi blátt bann við kosningafundum Tyrkja. Þeirri uppástungu hefur þó ekki verið tekið vel.Erdogan hefur kallað Hollendinga Nasista minnst tvisvar sinnum um helgina, en Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir slík ummæli óásættanleg og fer fram á afsökunarbeiðni frá Erdogan. Deilan hefur leitt til mótmæla í Hollandi. Sérfræðingar sem AFP fréttaveitan ræddi við segja Hollendinga einfaldlega hafa fallið í gildru Erdogan. Hann hafi í raun verið að leita sér að óvini til að þjappa þjóðernissinnum heima fyrir á bak við sig. Fyrrverandi erindreki ESB í Tyrklandi segir enga leið út úr þessari deilu í fljótu bragði. Mjög lítill munur sé á milli fylkinga í Tyrklandi miðað við skoðanakannanir og að mikið liggi undir hjá Erdogan og stuðningsmönnum hans.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira