Kappaksturinn endaði með slagmálum utan brautar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:00 Kyle Busch gengur í burtu eftir slagsmálin. Vísir/Getty Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017 Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017
Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira