Einu víti frá því að missa stigatitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 08:00 Enginn skoraði meira en Amin Stevens í vetur. vísir/anton Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9 Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Keflavíkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kominn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar lokaorðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endurheimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur vítaskotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stigakóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar en hann skoraði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik.Hörður Axel Vilhjálmsson gaf flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í Domino's deild karla 2016-17.vísir/antonTopplistar í Domino’s-deild karla 2016-17:Flest stig í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 29,4 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 27,3 4. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 27,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 23,5 6. George Beamon, Þór Ak. - 21,8 7. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 21,1 8. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 19,9 9. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 19,8 10. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 18,3Flest fráköst í leik: 1. Amin Khalil Stevens, Keflavík - 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 14,6 3. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 12,8 4. Tobin Carberry, Þór Þ. - 11,1 5. Antonio Hester, Tindastóll - 10,7 6. Pavel Ermolinskij, KR - 9,3Flestar stoðsendingar í leik: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 6,8 2. Pavel Ermolinskij, KR - 6,6 3. Pétur Birgisson, Tindastóll - 6,2 4. Emil Barja, Haukar - 5,6 5. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 5,3 6. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 5,2Flestir stolnir boltar í leik: 1. Pétur Birgisson, Tindastóll - 2,82 2. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 2,09 4. Amin Stevens, Keflavík - 2,05 5. Björgvin Ríkharðsson, Tindastóli - 1,95Flest varin skot í leik: 1. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, ÍR - 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Haukar - 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 1,32 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 1,27Hæsta framlag í leik: 1. Amin Stevens, Keflavík - 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagrímur - 32,5 3. Tobin Carberry, Þór Þ. - 31,3 4. Antonio Hester, Tindastóll - 26,9 5. Hlynur Bæringsson, Stjarnan - 25,8 6. Sherrod Nigel Wright, Haukar - 24,9 7. George Beamon, Þór Ak. - 20,4 8. Darrel Keith Lewis, Þór Ak. - 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík - 19,7 10. Lewis Clinch Jr., Grindavík - 19,1 11. Pétur Birgisson, Tindastóll - 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík - 18,1 13. Matthías Orri Sigurðarson, ÍR - 18,0 14. Pavel Ermolinskij, KR - 17,4 15. Danero Thomas, ÍR/Þór Ak. - 17,2 16. Tryggvi Hlinason, Þór Ak. - 17,18 17. Jeremy Atkinson, Njarðvík - 16,4 18. S. Arnar Björnsson, Skallagrímur - 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar - 16,2 20. Logi Gunnarsson, Njarðvík - 15,9
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum