Upphitun fyrir torfæru sumarsins Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2017 10:03 Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent
Mikið verður að gerast í sumar í íslensku torfærunni. Stefnt á 6 keppnir á Íslandsmótinu. FIA/NEZ mót verður í Ler í Noregi þar sem íslenskir þátttakendur munu keppa og svo verður keppt í Bandaríkjunum í október líkt og í fyrra, þar sem íslensku keppendurnir slógu í gegn og rúlluðu yfir heimabílana. Íslandsmeistarabíllinn er nú seldur, Íslandsmeistarinn Snorri keypti Drift-bíl í staðinn og ætlar greinilega að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Þá var verið að kaupa mjög góðan og flottan bíl frá Noregi sem var að koma til landsins. Nokkrir bílar eru núna í smíðum og víst er að torfæran er vel á uppleið hér á landi um þessar mundir. Meðfylgjandi myndskeið er skemmtileg upphitun fyrir átök á komandi sumri og í því sjást margir af bestu töktum síðasta sumars. Ekkert skortir greinilega á þor íslenskra ökumanna og leikni við aksturinn, ekki síst við að bjarga sér úr ógöngum. En sjón er sögu ríkari, sem fyrr.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent