Við leggjum áherslu á sterk og klassísk kvenfatamerki sem hafa staðist tímans tönn. Þá höfum við í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á yfirhafnir í verslun okkar á Laugavegi. Með nýrri verslun í Skipholti verður áherslumunur milli búðanna en báðar munu bjóða GERRY WEBER, þýskan gæðafatnað, en nýja verslunin verður meiri sérverslun með yfirhafnir. Það er okkar sérstaða á íslenskum markaði. Þar bjóðum við úrval ullarkápa, vor- og sumarkápur, haustkápur og regnkápur og einnig glæsikápur,“ segir Guðrún Axelsdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Bernhard Laxdal.


„Þá má nefna að viðskiptavinir okkar njóta góðs af styrkingu krónunnar og niðurfellingu tolla af fatnaði en verð hjá okkur hefur lækkað um 20 til 30 prósent. Í dag er allt annað og betra umhverfi en var.
Við fáum nýjar vörur vikulega og hvetjum viðskiptavini til þess að fylgjast með okkur á Facebook. Þar setjum við inn myndir af öllum nýjungum.“