Hótað brottvísun úr Verzló: Nemandi sagður hafa afbakað orð Bjarna Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 11:45 Bjarni Benediktsson mætti í Verzlunarskólann sem gestur í stjórnmálafræðiáfanga í síðustu viku. Vísir Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“ Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira
Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Sjá meira