Erlent

Debbie veldur usla í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vindhviður náðu allt að 73 metrum á sekúndu
Vindhviður náðu allt að 73 metrum á sekúndu Vísir/AFP
Hinn ógurlegi fellibylur Debbie herjaði á austurströnd Queensland í Ástralíu í nótt. Vindhviður náðu allt að 73 metrum á sekúndu og Debbie hefur valdið miklum usla og tjóni. Þá fylgdi mikið úrhelli og flóð. Fregnir hafa borist af því að einn hafi slasast alvarlega þegar veggur hrundi á hann.

Tugir þúsunda heimila eru rafmagnslaus og yfirmaður lögreglunnar í Queensland hefur varað við því að skemmdir eigi eftir að verða miklar.

Skömmu eftir að Debbie gekk inn á land var hún lækkuð niður í þriðja flokks óveður. Enn er þó varað við því að Debbie sé stórhættuleg. Hundruð hafa beðið yfirvöld um aðstoð, en viðbragðsaðilar geta ekki komið fólki til hjálpar þar sem aðstæður þykja of slæmar.

Debbie úr geimnum á sunnudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×