Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2024 10:46 Líkur eru á að boðað verði til kosninga í Þýskalandi snemma á næsta ári eftir að ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara sprakk í síðustu viku. Kay Nietfeld/dpa/AP Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segist til í að efna til vantraustsatkvæðagreiðslu á þingi fyrr en hann hafði ætlað ef samstaða ríkir um það á meðal stjórnmálaflokkanna. Líkurnar á skyndikosningum snemma á næsta ári fara því vaxandi. Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner. Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira
Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Scholz boðaði í kjölfarið að hann ætlaði sér að leiða minnihlutastjórn þar til atkvæðagreiðsla um vantraust yrði haldin í janúar. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að sú atkvæðagreiðsla verði haldin strax. Annað hljóð var komið í strokkinn í viðtali Scholz við ríkisfjölmiðilinn ARD í gær. Þar sagðist hann til í að halda atkvæðagreiðsluna fyrir jól ef allir væru sammála um það. „Ég er ekki límdur við embætti mitt,“ sagði kanslarinn. Verði Scholz undir í atkvæðagreiðslunni, sem er talið óumflýjanlegt, hefur forseti landsins 21 dag til þess að slíta þingi. Boða verður til kosninga innan sextíu daga eftir þingslit, að því er segir í frétt DW. Christian Lindner, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, fékk reisupassann frá Olaf Scholz í síðustu viku. Þeim greindi á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Stjórnin hefði sprungið fyrr án hans Scholz hafnaði því í viðtalinu að hafa á einhvern hátt skipulagt stjórnarslitin. Hann hefði barist fyrir því að halda samstarfi Sósíaldemókrataflokksins síns við Græningja og frjálsa demókrata áfram. Án hans hefði stjórnin sprungið mun fyrr. Hún hefði raunar aldrei verið stofnuð án hans atbeina. „Ég lét mig hafa það að láta á engu bera í þágu málamiðlunar og samstarfs og stundum að leika ljótan leik. En þegar þessu er lokið þá er því lokið,“ sagði Scholz. Þegar kanslarinn rak Lindner sagðist hann hafa verið ósammála áformum fjármálaráðherrans um skattalækkanir á þá tekjuhæstu á sama tíma og hann ætlaði að skerða lífeyri eftirlaunaþega. Í viðtalinu í gær sagði Scholz að það hefði legið beint við að reka Lindner.
Þýskaland Tengdar fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira
Vill taka vantraustið fyrir strax Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári. 7. nóvember 2024 11:37
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58