Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2024 16:48 Úkraínskir hermenn í Lúhansk-héraði. Getty/Kostiantyn Liberov Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Oleksandr Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, sagði í dag að í heildina stæðu hermenn hans í Kúrsk gegn um fimmtíu þúsund óvinum en talið er að þeirra á meðal séu hermenn frá Norður-Kóreu. Eins og frægt er gerðu Úkraínumenn áhlaup í Kúrsk í sumar, þar sem þeir náðu tiltölulega miklum árangri á skömmum tíma. Sókn þeirra var þó stöðvuð og hófu Rússar gagnsókn í september. Síðan þá hafa harðir bardagar geisað í héraðinu og hefur yfirráðasvæði Úkraínumanna dregist talsvert saman. Einn yfirmanna rússneska hersins á svæðinu hélt því nýverið fram að bardagarnir í Kúrsk væru þeir erfiðustu á allri víglínunni og að Rússar væru að berjast við fjórtán stórfylki og málaliða frá Vesturlöndum. Á meðan á þessu hefur gengið hefur Rússum gengið betur í austurhluta Úkraínu. Rússneskir hermenn hafa sótt hraðar fram en markmið þeirra virðist vera að ná yfirráðum á öllu Donbas-svæðinu svokallaða, sem samanstendur af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Sjá einnig: Sækja hraðar fram í Dónetsk Sirskí segir að ef ekki væri fyrir árásina á Kúrsk væru tugir þúsunda af bestu hermönnum Rússa að taka þátt í árásunum í austri og ástandið þar væri því enn verra, samkvæmt frétt Reuters. Búast við sókn á næstu dögum New York Times sagði þó frá því í gær að Rússum hefði tekist að byggja upp sveitir sínar í Kúrsk án þess að flytja hermenn af vígstöðvunum í austurhluta Úkraínu. Bandarískir heimildarmenn NYT sögðu að Rússar hefðu gert miklar árásir á úkraínska hermenn í Kúrsk úr lofti og með stórskotaliði en væru ekki enn byrjaðir að sækja fram gegn þeim. Búist er við slíkum árásum á næstu dögum og er búist við því að norðurkórsekir hermenn muni taka þátt í þeim. Áðurnefndir heimildarmenn sögðu einnig að Úkraínumenn hefðu byggt upp öflugar varnir í Kúrsk og að þeir gætu haldið aftur af sókn Rússa, í það minnsta um tíma. Bandaríkjamenn eru sagðir svartsýnni á gang stríðsins, samhliða hægum en stöðugum landvinningum Rússa. Að hluta til sé þar um að kenna hve illa Úkraínumönnum hafi gengið að fylla upp í raðir sínar en mannekla hefur lengi leikið þá grátt. Mannréttindasérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir á blaðamannafundi í á dögunum að pyntingar rússneskra hermanna á óbreyttum borgurum og stríðsföngum í Úkraínu væru „glæpir gegn mannkyninu“.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Norður-Kórea Tengdar fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47 Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa rætt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í síma fyrir helgi. 11. nóvember 2024 06:47
Aldrei jafn margar drónaárásir Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 10. nóvember 2024 22:21
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21