Girnilegur drykkur? Pálmar Ragnarsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Ég er staddur á skyndibitastað. Fyrir framan mig liggja alls kyns drykkir. Ískaldir umkringdir klökum og dropar perla utan á plastinu. Girnilegir. „Er það eitthvað fleira?“ „Já, takk, einn svona drykk í plasti.“ En hvað þetta verður fínt. Góður matur og ljúfur drykkur. Ég hefði reyndar getað fengið nánast sama drykk frítt með úr könnu við hliðina, en það er aukaatriði. Máltíðin verður nefnilega aðeins betri svona. Ekki margfalt betri, bara aðeins. Mmm, svo gott. Ég nýt þess að drekka nýja drykkinn minn með matnum. Þetta er samband sem mig grunar að muni vara lengi. Bara ég og nýi drykkurinn minn. Bestu vinir. Nei. Þetta tók mig um 10 mínútur. Hvað næst? Nú auðvitað hendi ég flöskunni í ruslið. Ekki nenni ég að geyma hana og það er engin endurvinnsla á staðnum. Flaskan verður næstu 450 árin að veltast um í umhverfinu gefandi frá sér eiturefni. Skiptir engu, ég er saddur og sáttur. Það er aðalatriðið. Var 10 mínútna ánægjan fyrir mig þess virði? 10 mínútur fyrir mig, 450 ár fyrir umhverfið. Hmmm, hvort er mikilvægara? Vá, erfitt að segja. Vil ég taka þátt í því að fylla sjóinn af plasti? Fylla landið af plasti? Endurvinnsla er góð en hún lagar samt ekki vandamálið. Endurunnar flöskur enda líka úti í umhverfinu. Það sem lagar vandamálið er hugarfarsbreyting. Getum við breytt hugarfarinu? Getum við horft á plastflösku úti í verslun og í stað þess að hugsa „mmm, girnilegur drykkur“, hugsað fremur „oj, eitur sem er að drepa veröldina okkar“? Mér er alveg að takast það. Þeim skiptum sem ég kaupi mér drykk í plastflösku hefur fækkað um helming. Kannski mun mér takast að hætta því alveg bráðlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég er staddur á skyndibitastað. Fyrir framan mig liggja alls kyns drykkir. Ískaldir umkringdir klökum og dropar perla utan á plastinu. Girnilegir. „Er það eitthvað fleira?“ „Já, takk, einn svona drykk í plasti.“ En hvað þetta verður fínt. Góður matur og ljúfur drykkur. Ég hefði reyndar getað fengið nánast sama drykk frítt með úr könnu við hliðina, en það er aukaatriði. Máltíðin verður nefnilega aðeins betri svona. Ekki margfalt betri, bara aðeins. Mmm, svo gott. Ég nýt þess að drekka nýja drykkinn minn með matnum. Þetta er samband sem mig grunar að muni vara lengi. Bara ég og nýi drykkurinn minn. Bestu vinir. Nei. Þetta tók mig um 10 mínútur. Hvað næst? Nú auðvitað hendi ég flöskunni í ruslið. Ekki nenni ég að geyma hana og það er engin endurvinnsla á staðnum. Flaskan verður næstu 450 árin að veltast um í umhverfinu gefandi frá sér eiturefni. Skiptir engu, ég er saddur og sáttur. Það er aðalatriðið. Var 10 mínútna ánægjan fyrir mig þess virði? 10 mínútur fyrir mig, 450 ár fyrir umhverfið. Hmmm, hvort er mikilvægara? Vá, erfitt að segja. Vil ég taka þátt í því að fylla sjóinn af plasti? Fylla landið af plasti? Endurvinnsla er góð en hún lagar samt ekki vandamálið. Endurunnar flöskur enda líka úti í umhverfinu. Það sem lagar vandamálið er hugarfarsbreyting. Getum við breytt hugarfarinu? Getum við horft á plastflösku úti í verslun og í stað þess að hugsa „mmm, girnilegur drykkur“, hugsað fremur „oj, eitur sem er að drepa veröldina okkar“? Mér er alveg að takast það. Þeim skiptum sem ég kaupi mér drykk í plastflösku hefur fækkað um helming. Kannski mun mér takast að hætta því alveg bráðlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun