Nauðgaði 17 ára samstarfskonu sinni á árshátíð vinnunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. mars 2017 16:01 Maðurinn neitaði sök. Vísir/VAlli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á árshátíð í janúar 2015. Nauðgunin átti sér stað inni í bíl mannsins eftir árshátíð vinnustaðarins. Maðurinn var 24 ára þegar brotið var framið og stúlkan 17 ára. Stúlkan greindi lögreglu frá því að þau hefðu bæði verið ölvuð á árshátíðinni og að undir lok kvölds hefðu þau gengið saman að bíl mannsins þar sem hann ætlaði að sækja húslykla sína.„Vildi hana“ síðustu fjóra mánuði Þegar að bílnum var komið sagðist maðurinn „hafa viljað hana“ síðastliðna fjóra mánuði. Afturhurð bílsins var opin og sagðist stúlkan hafa dottið í aftursætið. Maðurinn hafi þá lagst ofan á hana og nauðgað henni. Stúlkan sagðist ekki hafa áttað sig á hvað væri að gerast vegna ölvunar. Hún hafi þó oft sagt nei og meðal annars logið því að hún ætti kærasta. Stúlkan hafði samband við móður sína sem sótti hana og fór með hana á neyðarmóttöku. Maðurinn var handtekinn degi síðar. Hann neitaði sök og sagði samfarirnar hafa verið með samþykki þeirra beggja. Þá sagðist hann ekki kannast við að hafa sagt henni að hann væri hrifinn af henni, og að stúlkan hafi ekkert gert eða sagt sem hefði bent til þess að hún væri þessu mótfallin. Hún hefði auðveldlega getað öskrað og sagði 50 til 100 metra að rútu sem átti að aka þeim í bæinn og um 100 metrar að hurðinni á staðnum. Sagðist maðurinn hafa farið úr bílnum til þess að pissa, en að þegar hann kom til baka hafi stúlkan verið horfin. Þá hafi hann ákveðið að keyra heim því hann hafi átt kærustu og liðið illa yfir framhjáhaldinu.Varð hrædd, skapstygg og stutt í grátinn Frásögn stúlkunnar á neyðarmóttöku Landspítalans var með sama hætti og hjá lögreglu, en í skýrslu móttökunnar segir að nælonsokkabuxur hennar hafi verið rifnar á hægra hné, hún hafi verið hrufluð á hné og með bláleitt mar. Móðir stúlkunnar, sem fór með hana á neyðarmóttökuna, sagði dóttur sína hafa verið grátandi og niðurbrotna þetta kvöld. Eftir nauðgunina hafi hún orðið hrædd, skapstygg og stutt í grátinn, auk þess sem stúlkan hafi farið að skaða sjálfa sig. Þá hafi stúlkan jafnframt átt erfitt í skóla því maðurinn var samnemandi hennar. Sömuleiðis sagði sálfræðingur hennar að stúlkan hefði einangrað sig félagslega og misst löngunina til að lifa. Manninum og stúlkunni bar saman um málsatvik og taldi dómarinn framburð þeirra beggja stöðugan. Framburður stúlkunnar um að hún hafi ekki verið samþykk samræðinu fái hins vegar stuðning í framburði vitna sem sáu hana strax eftir atburðinn. Þá styðji lýsingar vitna á líðan hennar eftir atburðinn frásögn hennar, og var það því niðurstaða dómsins að leggja beri trúverðuga frásögn stúlkunnar til grundvallar niðurstöðu í málinu. Maðurinn var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og gert að greiða stúlkunni tvær milljónir króna í miskabætur.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent