Ford Kuga í ST-útfærslu Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2017 09:59 Ford hefur uppi áætlanir um fjölgun kraftabíla sinna sem bera ST nafn í endann. Það hefur hingað til ekki átt við neinn jeppling eða jeppa Ford, en það mun breytast á næstunni. Ford hefur í huga að setja á markað Kuga jeppling sinn í kraftmikilli ST-útgáfu. Með þessu fetar Ford í fótspor Audi, Mercedes Benz og BMW með sína kraftabíla í formi jepplinga. Haft var eftir yfirmanni RS-deildar Ford, Dave Pericak, að mikil eftirspurn væri eftir sportlegum útfærslum bíla í dag og að það ætti bæði við fólksbíla og jeppa sem jepplinga. Þar ætti Ford ekki að draga lappirnar og láta þýsku lúxusbílaframleiðendunum eftir sviðið. Hann sagði ennfremur að Ford ætlaði sér að smíða verulega góða akstursbíla í formi RS-gerða og að það muni ekki síður eiga við nýja jepplinga en þá fólksbíla sem Ford þegar smíðar. Hann bætti við að það færi ekki mikið fyrir mjög góðum akstursbílum í þessum flokki þó svo þeir bæru merki þýsku lúxusbílaframleiðendanna og því væri mikið pláss fyrir Ford að smíða mjög hæfa akstursbíla í þessum flokki. Afar líklegt má telja að Ford íhugi að smíða fleiri ST-gerðir jepplinga og jeppa sinna í framhaldi smíðinnar á Ford Kuga ST, en enn hefur ekki verið gefið upp hvenær áætluð útkoma hans verður. Ford hefur boðið uppá sportlegt ST-útlit Kuga jepplings síns á ákveðnum mörkuðum, en þar fara einungis útlitsáherslur án aflaukningar. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent
Ford hefur uppi áætlanir um fjölgun kraftabíla sinna sem bera ST nafn í endann. Það hefur hingað til ekki átt við neinn jeppling eða jeppa Ford, en það mun breytast á næstunni. Ford hefur í huga að setja á markað Kuga jeppling sinn í kraftmikilli ST-útgáfu. Með þessu fetar Ford í fótspor Audi, Mercedes Benz og BMW með sína kraftabíla í formi jepplinga. Haft var eftir yfirmanni RS-deildar Ford, Dave Pericak, að mikil eftirspurn væri eftir sportlegum útfærslum bíla í dag og að það ætti bæði við fólksbíla og jeppa sem jepplinga. Þar ætti Ford ekki að draga lappirnar og láta þýsku lúxusbílaframleiðendunum eftir sviðið. Hann sagði ennfremur að Ford ætlaði sér að smíða verulega góða akstursbíla í formi RS-gerða og að það muni ekki síður eiga við nýja jepplinga en þá fólksbíla sem Ford þegar smíðar. Hann bætti við að það færi ekki mikið fyrir mjög góðum akstursbílum í þessum flokki þó svo þeir bæru merki þýsku lúxusbílaframleiðendanna og því væri mikið pláss fyrir Ford að smíða mjög hæfa akstursbíla í þessum flokki. Afar líklegt má telja að Ford íhugi að smíða fleiri ST-gerðir jepplinga og jeppa sinna í framhaldi smíðinnar á Ford Kuga ST, en enn hefur ekki verið gefið upp hvenær áætluð útkoma hans verður. Ford hefur boðið uppá sportlegt ST-útlit Kuga jepplings síns á ákveðnum mörkuðum, en þar fara einungis útlitsáherslur án aflaukningar.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent