Audi A3 e-tron ódýrari hér en í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 15:30 Audi A3 e-tron Algengt er að bílar frá Evrópu séu ódýrari í Bandaríkjunum en í upprunalandinu og hefur mörgum þótt það súr staðreynd. Þó eru dæmi um það þveröfuga og það meira að segja í samaburði hérlendis. Eitt dæmi um það er Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn sem kostar 40.000 dollara vestanhafs, eða 4,5 milljónir, en hann kostar 4,1 milljón króna í Heklu. Þessu má að einhverju leiti þakka hagstæðri skattlagningu á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hér á landi nú, en engin vörugjöld né virðisaukaskattur er af slíkum bílum upp að 6 milljón króna verði slíkra bíla. Eitt kemur þó á móti í Bandaríkjunum, en kaupendur slíkra bíla njóta endurgreiðslu frá hinu opinbera og eru þær þó mismunandi á milli ríkja, minna af tengiltvinnbílum þó en af hreinræktuðum rafmagnsbílum. Margir kaupendur nýrra bíla hafa áttað sig á þessu hérlendis, enda er góð sala í tengiltvinnbílum og rafmagnsbílum nú. Er það vel í þeirri viðleitni að ná niður útblástri bílaflotans hér. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Algengt er að bílar frá Evrópu séu ódýrari í Bandaríkjunum en í upprunalandinu og hefur mörgum þótt það súr staðreynd. Þó eru dæmi um það þveröfuga og það meira að segja í samaburði hérlendis. Eitt dæmi um það er Audi A3 e-tron rafmagnsbíllinn sem kostar 40.000 dollara vestanhafs, eða 4,5 milljónir, en hann kostar 4,1 milljón króna í Heklu. Þessu má að einhverju leiti þakka hagstæðri skattlagningu á rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum hér á landi nú, en engin vörugjöld né virðisaukaskattur er af slíkum bílum upp að 6 milljón króna verði slíkra bíla. Eitt kemur þó á móti í Bandaríkjunum, en kaupendur slíkra bíla njóta endurgreiðslu frá hinu opinbera og eru þær þó mismunandi á milli ríkja, minna af tengiltvinnbílum þó en af hreinræktuðum rafmagnsbílum. Margir kaupendur nýrra bíla hafa áttað sig á þessu hérlendis, enda er góð sala í tengiltvinnbílum og rafmagnsbílum nú. Er það vel í þeirri viðleitni að ná niður útblástri bílaflotans hér.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent