Starfsfólki Gæðings sagt upp og bjórtegundir hverfa úr ÁTVR Haraldur Guðmundsson skrifar 24. mars 2017 08:45 Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði. Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, hefur dregið verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og ætlar að einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. Þremur starfsmönnum brugghússins var sagt upp um síðustu áramót en Gæðingur hefur selt sex bjórtegundir í vínbúðum ÁTVR auk árstíðabundinna bjóra. „Það borgar sig ekki lengur fjárhagslega að halda úti fullri framleiðslu því þetta er nokkuð strembið. Helsta vandamálið liggur í fjarlægðinni en við erum úti á landi og ég hef ekki haft aðgengi að bruggurum á svæðinu. Hér þarf maður að útvega starfsfólki húsnæði og fleira sem er dýrara en þegar maður er nálægt stærri vinnumarkaði eins og höfuðborgarsvæðinu. Ég held því að ég hætti sölu í ÁTVR að mestu, en selji þetta í kútum, en þó ætla ég ekki alveg að gefa upp á bátinn tvær tegundir í dósum eða Tuma Humal og Gæðing Pale Ale,“ segir Árni í samtali við Vísi.Bjórar Gæðings verða nú nánast einungis framleiddir á kúta.Bjórinn skemmdistÖrbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Árni á þar að auki Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Fyrstu árin starfaði reyndur bruggari hjá fyrirtækinu sem kom vörumerkinu af stað og bjórar Gæðings fóru að vekja athygli. Sá starfsmaður lét síðar af störfum og í febrúar 2014 var ákveðið að selja bjórinn í áldósum. Fyrirtækið hafði þá keypt dósaátöppunarvél en að sögn Árna fór að halla undan fæti nokkru síðar. „Þegar bruggarinn hætti komu Pétur og Páll og höfðu ýmislegt gott fram að færa en einnig mikið af klúðri vegna þekkingarleysis á aðstæðum. Svo var ég ítrekað að lenda í því að önnur hver sending, eftir að ég fór í dósirnar, var skemmd. Og ef það er ein dós skemmd í heilu bretti þá eru reglurnar hjá Ríkinu þannig að ég þarf að taka brettið aftur norður og allur hagnaðurinn þar með farinn,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi alveg verið rétt og dósirnar fengu fínar viðtökur. Í raun og veru gat ég selt meira en ég afgreiddi. En það var eilíft bras út af mistökum eða skemmdum á bjórnum. Ég hélt að þetta væri hér hjá mér en síðan kom í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þetta til flutningsins.“Laus við áhyggjurnarÁrni var með þrjá starfsmenn í fullri vinnu þegar mest lét en framleiðir nú sjálfur um helming af því sem áður var. „Núna er þetta meira eins og áhugamál. Ég er aðra hvora viku að vinna við þetta sjálfur en næ samt á þeim tíma að afkasta í magni því sem þrír menn gerðu alla daga. Núna er ekkert klúður með flutninga eða skemmdir og svoleiðis dót þar sem þetta er allt komið á kúta,“ segir Árni og heldur áfram: „Í fyrra borgaði ég með þessu fyrirtæki eina milljón á mánuði úr hinum vasanum. Núna er þetta allt annað og það koma peningar til baka. Ég er svo sem ekkert að pæla í fjárfestingunni sem er upp á einhverjar 30 til 50 milljónir króna. Hún er bara þarna og ég á þetta og nú hef ég gaman að þessu og er laus við allt vesenið og áhyggjurnar sem fylgdu hinu.“ „Til að undirstrika þessa nýju kútastefnu mun nýr bjór sem ég framleiddi með Borg hér í brugghúsinu mínu, og er nú í gerjun, eingöngu fást á kútum." Íslenskur bjór Tengdar fréttir Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35 Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Skagafirði, hefur dregið verulega úr framleiðslu fyrirtækisins og ætlar að einblína á sölu á bjórkútum fyrir veitingastaði og ölstofur. Þremur starfsmönnum brugghússins var sagt upp um síðustu áramót en Gæðingur hefur selt sex bjórtegundir í vínbúðum ÁTVR auk árstíðabundinna bjóra. „Það borgar sig ekki lengur fjárhagslega að halda úti fullri framleiðslu því þetta er nokkuð strembið. Helsta vandamálið liggur í fjarlægðinni en við erum úti á landi og ég hef ekki haft aðgengi að bruggurum á svæðinu. Hér þarf maður að útvega starfsfólki húsnæði og fleira sem er dýrara en þegar maður er nálægt stærri vinnumarkaði eins og höfuðborgarsvæðinu. Ég held því að ég hætti sölu í ÁTVR að mestu, en selji þetta í kútum, en þó ætla ég ekki alveg að gefa upp á bátinn tvær tegundir í dósum eða Tuma Humal og Gæðing Pale Ale,“ segir Árni í samtali við Vísi.Bjórar Gæðings verða nú nánast einungis framleiddir á kúta.Bjórinn skemmdistÖrbrugghús Gæðings hefur verið rekið á bænum Útvík í Skagafirði síðan 2011. Árni á þar að auki Microbar í Reykjavík og á Sauðárkróki. Fyrstu árin starfaði reyndur bruggari hjá fyrirtækinu sem kom vörumerkinu af stað og bjórar Gæðings fóru að vekja athygli. Sá starfsmaður lét síðar af störfum og í febrúar 2014 var ákveðið að selja bjórinn í áldósum. Fyrirtækið hafði þá keypt dósaátöppunarvél en að sögn Árna fór að halla undan fæti nokkru síðar. „Þegar bruggarinn hætti komu Pétur og Páll og höfðu ýmislegt gott fram að færa en einnig mikið af klúðri vegna þekkingarleysis á aðstæðum. Svo var ég ítrekað að lenda í því að önnur hver sending, eftir að ég fór í dósirnar, var skemmd. Og ef það er ein dós skemmd í heilu bretti þá eru reglurnar hjá Ríkinu þannig að ég þarf að taka brettið aftur norður og allur hagnaðurinn þar með farinn,“ segir Árni. „Ég held að þetta hafi alveg verið rétt og dósirnar fengu fínar viðtökur. Í raun og veru gat ég selt meira en ég afgreiddi. En það var eilíft bras út af mistökum eða skemmdum á bjórnum. Ég hélt að þetta væri hér hjá mér en síðan kom í ljós að í flestum tilvikum mátti rekja þetta til flutningsins.“Laus við áhyggjurnarÁrni var með þrjá starfsmenn í fullri vinnu þegar mest lét en framleiðir nú sjálfur um helming af því sem áður var. „Núna er þetta meira eins og áhugamál. Ég er aðra hvora viku að vinna við þetta sjálfur en næ samt á þeim tíma að afkasta í magni því sem þrír menn gerðu alla daga. Núna er ekkert klúður með flutninga eða skemmdir og svoleiðis dót þar sem þetta er allt komið á kúta,“ segir Árni og heldur áfram: „Í fyrra borgaði ég með þessu fyrirtæki eina milljón á mánuði úr hinum vasanum. Núna er þetta allt annað og það koma peningar til baka. Ég er svo sem ekkert að pæla í fjárfestingunni sem er upp á einhverjar 30 til 50 milljónir króna. Hún er bara þarna og ég á þetta og nú hef ég gaman að þessu og er laus við allt vesenið og áhyggjurnar sem fylgdu hinu.“ „Til að undirstrika þessa nýju kútastefnu mun nýr bjór sem ég framleiddi með Borg hér í brugghúsinu mínu, og er nú í gerjun, eingöngu fást á kútum."
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35 Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gæðingur í áldósir Gæðingur brugghús verður fyrsta örbrugghúsið á landinu til að setja bjór í áldósir en hingað til hafa þau aðeins tappað bjór á flöskur og kúta. 4. febrúar 2014 20:35
Brugga bjór fyrir íslenska bjórnörda Gæðingur setur á markað Double IPA bjór sem bruggaður er af bjóráhugamönnum. 11. mars 2015 13:10