London Taxi rafvæðist Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 14:03 Fyrstu rafmagnsbílarnir frá London Taxi Company rúlla af færiböndunum. London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
London Taxi Company, sem framleitt hefur hinn þekkta Lundúnaleigubíl, hefur nú reist nýja verksmiðju í Coventry þar sem leigubílar knúnir rafmagni verða smíðaðir af miklum krafti á næstu árum. Framleiðslugetan er 20.000 bílar á ári og í verksmiðjunni munu ríflega 1.000 manns starfa. Fyrsta borgin til að fá bíla frá London Taxi Company verður höfuðborgin London, en meiningin er engu að síður að selja rafmagnsleigubílana um allan heim. Rafmagnsdrifrásin í bílunum er fengin frá Volvo, sú hin sama og er í Volvo XC90 T8 bílnum. Í bílunum verða bæði rafmótorar og bensínvél, en fyrstu 50 kílómetrana munu þeir komast eingöngu á rafmagni. Það er engin tilviljun að drifrásin er fengin frá Volvo þar sem eigandi London Taxi Company er kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem einnig á Volvo. Fyrstu bílarnir verða komnir í notkun í London á þessu ári. Lundúnabúar og túristar þar verða vafalaust margir fegnir þegar þessir nýju rafmagnsleigubílar leysa dísilknúna og sótspúandi bíla af hólmi og andað léttar fyrir vikið.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent