Húðflúr sem geyma persónulegar minningar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 22. mars 2017 13:00 Haukur hjá Memoria Collective í Reykjavík, hannaði þetta flúr fyrir Svölu, henni þykir ernir fallegir og tákn um sjálfstæði og styrk. Mynd/Svala Svala Björgvinsdóttir söngkona hefur í gegnum tíðina fengið sér mörg falleg og litrík húðflúr. Fyrir henni eru húðflúr listaverk sem maður safnar á líkama sinn. Sem stendur er Svala í miðjum undirbúningi fyrir Eurovision sem fer fram í Kiev í byrjun maí. „Fyrsta flúrið mitt er dreki sem Fjölnir gerði fyrir löngu síðan. Ég er fædd á ári drekans og fékk mér svokallaðan „water dragon“ á magann,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, en eins og flestir hafa tekið eftir er Svala með fjölda fallegra húðflúra sem hún hefur fengið sér í gegn um tíðina. Öll flúrin sem Svala er með eiga að geyma persónulega minningar. Ári eftir að Svala lifði af alvarlegt bílslys 9. apríl 2008, fékk hún sér til að mynda japanska ermi, eða eins og það er kallað í tattúheiminum „full sleeve“ sem vinkona hennar Sophia Estrella hannaði og flúraði. „Hún var á þeim tíma að vinna á Reykjavík Ink. Ég vildi fá mér fallegt listaverk á allan handlegginn til að fagna lífinu og það tók fimm skipti að búa til flúrið og fimm til sex klukkutíma í hvert skipti,“ útskýrir Svala. Nýjasta flúrið hennar Svölu vakti talsverða athygli, þegar hún kom fram og sigraði söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór um síðustu helgi. Flúrið var virkilega áberandi og á mjög sjaldgæfum stað. „Þegar ég átti afmæli á þessu ári, gaf Einar eiginmaðurinn minn mér eitt fallegasta flúr í heiminum, hannað af Fran Fernandez sem er frægur flúrari frá Barcelona og mikill listamaður. Það vildi svo skemmtilega til að hann var gestaflúrari hjá Memoria Collective hér í Reykavík og ég var heppin að komast að hjá honum og fá á bringuna mína Hið heilaga geómetríska lífstré eða „sacred geometric tree of life“ táknið. Það er mjög táknrænt fyrir samband okkar Einars,“ útskýrir Svala, en hún og Einar hafa verið saman frá árinu 1994 og giftu sig árið 2013. Í kjölfarið fékk Svala sér hauskúputattú eða svokallað sugarskull í Los Angeles, en þau Einar hafa verið búsett þar síðustu átta ár. „Sugarskull flúrið var gert á Dark Horse tattú-stofunni af honum Adam sem er svaka listamaður, Einar var nefnilega með sugarskull og okkur langaði að vera með eins tattú,“ segir hún. Svala hefur þó líka fengið sér húðflúr sem hún hefur ekki fílað. „Ég fékk mér risastóran svartan hlébarða yfir allt mjóbakið til að hylja gamalt „tribal“ húðflúr sem ég fílaði aldrei og það kom rosa vel út, því það sést ekkert að þar hafi verið flúr áður af því að hlébarðinn er svo stór og dökkur,“ segir Svala. Í fyrra kynntist Svala strákunum á Memoria Collective í Reykjavík, en þar fékk hún Hauk til að hanna fyrir sig ugluna og einhyrninginn í kvikmyndinni Blade Runner. „Blade Runner er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Mig hafði dreymt um að fá mér þessi tvö flúr mjög lengi. En uglan og „origami“ einhyrningurinn eru mjög táknræn í myndinni,“ segir hún. Það er óhætt að segja að Svala hikar ekki mikið þegar kemur að nýjum flúrum en fljótlega fékk hún Hauk til að hanna fleiri flúr á sig. „Ég fékk hann til að gera ótrúlega fallegan örn og rósir í kring. Mér finnst ernir svo fallegir og svo mikið tákn um sjálfstæði og styrk,“ segir Svala og bætir við að fyrir henni eru húðflúr listaverk sem maður safnar á líkamann og það sé ótrúlega sérstök tilfinning þegar maður fær verk frá annarri persónu, það einfaldlega kemur einhver ótrúleg orka með því.Hér má sjá bæði full sleeve, ásamt uglunni úr kvikmyndinni Blade runner. Mynd/Svala.Svala vekur athygli fyrir einstaklega litríkan og skemmtilegan stíl. Mynd/SvalaSvala þykir einstaklega svöl, en flúrin hennar hafa vakið mikla athygli. Mynd/Svala.Eiginmaðurinn Svölu Einar Egilsson gaf henni hið heilaga geómetríska lífs tré húðflúr, sem Svala segir vera einstaklega táknrænt fyrir samband þeirra, flúrið er hannað af Fran Fernandez sem er frægur flúrari frá Barcelona. Mynd/Svala. Húðflúr Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir söngkona hefur í gegnum tíðina fengið sér mörg falleg og litrík húðflúr. Fyrir henni eru húðflúr listaverk sem maður safnar á líkama sinn. Sem stendur er Svala í miðjum undirbúningi fyrir Eurovision sem fer fram í Kiev í byrjun maí. „Fyrsta flúrið mitt er dreki sem Fjölnir gerði fyrir löngu síðan. Ég er fædd á ári drekans og fékk mér svokallaðan „water dragon“ á magann,“ segir Svala Björgvinsdóttir söngkona, en eins og flestir hafa tekið eftir er Svala með fjölda fallegra húðflúra sem hún hefur fengið sér í gegn um tíðina. Öll flúrin sem Svala er með eiga að geyma persónulega minningar. Ári eftir að Svala lifði af alvarlegt bílslys 9. apríl 2008, fékk hún sér til að mynda japanska ermi, eða eins og það er kallað í tattúheiminum „full sleeve“ sem vinkona hennar Sophia Estrella hannaði og flúraði. „Hún var á þeim tíma að vinna á Reykjavík Ink. Ég vildi fá mér fallegt listaverk á allan handlegginn til að fagna lífinu og það tók fimm skipti að búa til flúrið og fimm til sex klukkutíma í hvert skipti,“ útskýrir Svala. Nýjasta flúrið hennar Svölu vakti talsverða athygli, þegar hún kom fram og sigraði söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór um síðustu helgi. Flúrið var virkilega áberandi og á mjög sjaldgæfum stað. „Þegar ég átti afmæli á þessu ári, gaf Einar eiginmaðurinn minn mér eitt fallegasta flúr í heiminum, hannað af Fran Fernandez sem er frægur flúrari frá Barcelona og mikill listamaður. Það vildi svo skemmtilega til að hann var gestaflúrari hjá Memoria Collective hér í Reykavík og ég var heppin að komast að hjá honum og fá á bringuna mína Hið heilaga geómetríska lífstré eða „sacred geometric tree of life“ táknið. Það er mjög táknrænt fyrir samband okkar Einars,“ útskýrir Svala, en hún og Einar hafa verið saman frá árinu 1994 og giftu sig árið 2013. Í kjölfarið fékk Svala sér hauskúputattú eða svokallað sugarskull í Los Angeles, en þau Einar hafa verið búsett þar síðustu átta ár. „Sugarskull flúrið var gert á Dark Horse tattú-stofunni af honum Adam sem er svaka listamaður, Einar var nefnilega með sugarskull og okkur langaði að vera með eins tattú,“ segir hún. Svala hefur þó líka fengið sér húðflúr sem hún hefur ekki fílað. „Ég fékk mér risastóran svartan hlébarða yfir allt mjóbakið til að hylja gamalt „tribal“ húðflúr sem ég fílaði aldrei og það kom rosa vel út, því það sést ekkert að þar hafi verið flúr áður af því að hlébarðinn er svo stór og dökkur,“ segir Svala. Í fyrra kynntist Svala strákunum á Memoria Collective í Reykjavík, en þar fékk hún Hauk til að hanna fyrir sig ugluna og einhyrninginn í kvikmyndinni Blade Runner. „Blade Runner er ein af mínum uppáhaldsmyndum. Mig hafði dreymt um að fá mér þessi tvö flúr mjög lengi. En uglan og „origami“ einhyrningurinn eru mjög táknræn í myndinni,“ segir hún. Það er óhætt að segja að Svala hikar ekki mikið þegar kemur að nýjum flúrum en fljótlega fékk hún Hauk til að hanna fleiri flúr á sig. „Ég fékk hann til að gera ótrúlega fallegan örn og rósir í kring. Mér finnst ernir svo fallegir og svo mikið tákn um sjálfstæði og styrk,“ segir Svala og bætir við að fyrir henni eru húðflúr listaverk sem maður safnar á líkamann og það sé ótrúlega sérstök tilfinning þegar maður fær verk frá annarri persónu, það einfaldlega kemur einhver ótrúleg orka með því.Hér má sjá bæði full sleeve, ásamt uglunni úr kvikmyndinni Blade runner. Mynd/Svala.Svala vekur athygli fyrir einstaklega litríkan og skemmtilegan stíl. Mynd/SvalaSvala þykir einstaklega svöl, en flúrin hennar hafa vakið mikla athygli. Mynd/Svala.Eiginmaðurinn Svölu Einar Egilsson gaf henni hið heilaga geómetríska lífs tré húðflúr, sem Svala segir vera einstaklega táknrænt fyrir samband þeirra, flúrið er hannað af Fran Fernandez sem er frægur flúrari frá Barcelona. Mynd/Svala.
Húðflúr Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira