Sá skýið fyrir aftan sig og snjóinn þyrlast upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 13:00 „Við tókum ranga ákvörðun,“ segir Rúnar Óli Karlsson sem var í hópi fjögurra manna sem sluppu með skrekkinn í snjóflóði í gær. „Við vitum það auðvitað að það eru ákveðnar hættur sem fylgja þessu sporti. En það sem skiptir máli er að nota þekkingu sína og visku til þess að passa sig og halda sig frá brekkum þar sem hætta er á ferðum,“ segir Rúnar Óli Karlsson, einn fjögurra manna sem lentu í snjóflóði í botni Súgandafjarðar í gærkvöldi. Rúnar er vanur skíðamaður og komst hann naumlega undan snjóflóðinu í gærkvöldi. Hinir þrír urðu undir en þá sakaði ekki alvarlega. Einn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar en talið er að hann hafi slitið krossband. Ekki þurfti að kalla til björgunarsveitir því mennirnir björguðu sér sjálfir úr flóðinu.Dró fyrir sólu og skyndilega varð snjóblint „Aðstæður voru ágætar. Það var búið að vera gott veður, svolítill vindur og vindpakkaður snjór og frekar hart undir fæti. Við fórum þarna upp að brúninni í botni Súgandafjarðar en þá misstum við svolítið skyggnið. Sólin settist og ský dró fyrir og þá varð svolítið snjóblint. Við ákváðum að skíða aðra leið niður og ég fór rétt á undan félögum mínum,“ segir Rúnar. Brekkan var hins vegar talsvert brattari en hann átti von á. „Ég skíðaði þess vegna bara hratt alla leið niður og stoppaði ekkert, en síðan heyri ég einhvern öskra fyrir aftan mig. Þá sé ég skýið fyrir aftan mig, snjóinn þyrlast upp og hvernig það brotnar upp úr brúninni. Snjómagnið var samt ekkert mikið.“Rúnar tók þessa mynd af brotstálinu sem hafði myndast í gær.„Maður þarf bara að redda sér sjálfur“ Rúnar segir það hafa verið afar heppilegt að þarna hafi hvorki verið stór grjót né gil því þá hefðu hlutirnir mögulega farið verr. „Það er það hættulegasta við þetta, að enda ofan í einhverju gili og margra metra snjór hleðst ofan á mann.“ Aðspurður segist hann hafa séð félaga sína strax. Einn hafi grafist lítillega undir en að þeim hafi tekist að koma honum úr snjónum. „Hann hefði alveg getað mokað sig sjálfur úr en hann sneri sig á fæti svo við hjálpuðum honum,“ segir hann og bætir við að aldrei hafi komið til greina að óska eftir aðstoð björgunarsveita. „Það er bara þannig að þegar maður lendir í svona þá þarf maður bara að redda sér sjálfur. Það þýðir ekkert að hringja í björgunarsveitir, því ef einhver er virkilega grafinn í snjóinn þá verður bara að bjarga honum strax.“Ákvörðunin var röng Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun um að snjóalög væru óstöðug á Kistufelli, sem þó er í talsverðri fjarlægð frá þeim stað sem mennirnir fjórir voru. Rúnar segir að þrátt fyrir að snjóflóðaspá Veðurstofunnar sé góðra gjalda verð þá sé hún nokkuð gloppótt. „Maður viðurkennir það alveg að við tókum þarna ranga ákvörðun, og er bara opinskár með það – við hefðum ekki átt að skíða þarna niður. Það var búið að gefa út viðvörun en á allt öðrum stað. Þess vegna reyndi maður bara að hlusta á náttúruna, hlusta eftir brakhljóðum og hvort það brotni undan skíðunum, en við sáum engin merki um að neitt væri í vændum og héldum að allt væri í lagi. En það var greinilega ekki.“Mennirnir fjórir eru allir fjallaskíðamenn. Snjóflóðið féll á áttunda tímanum í gærkvöldi í Botnsdal í botni Súgandafjarðar. Þrír mannanna bárust með flóðinu misjafnlega langt, en Rúnar lenti í jaðrinum á því.loftmyndir.isÞá segist Rúnar hafa lent í minniháttar snjóflóðum í gegnum árum, en engu í líkingu við snjóflóðið í gær, þrátt fyrir að það myndi líklega skilgreinast sem lítið snjóflóð. „Þetta var vissulega ákveðið áfall. Maður lítur í kringum sig og það er ýmislegt sem fer í gegnum hugann, hvar félagarnir séu og svo framvegis,“ segir hann. Fleiri snjóflóð féllu í gær en það í Hesteyrarfirði, þar sem skíðamenn sluppu naumlega. Þá lentu tveir skíðamenn í snjóflóði í Skarðsdal við Siglufjörð en sluppu ómeiddir. Þó nokkur snjóflóð hafa fallið síðastliðna tvo sólarhringa, einkum á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Að sögn Veðurstofunnar eru snjóalög víða óstöðug, en flóðin hafa ekki ógnað þéttbýli. Tvö stærstu flóðin hafa mælst af þriðju stærðargráðu, en slík flóð nægja til að kaffæra til dæmis flutningabíl, geta skemmt hús og minni byggingar. Annað þeirra féll í grennd við Siglufjörð og hitt við Ólafsfjörð.Aukin hætta á morgun Sveinn Brynjólfsson, á snjóflóðavakt Veðurstofunnar, segir aukna hættu á snjóflóðum á morgun. „Hún byrjar að aukast þegar það hlýnar í fyrramálið. Það stendur stutt og þá ætti að draga úr því aftur og þá ætti snjórinn að verða stöðugri,“ segir hann. „Hættan er mest á norðanverðum Vestfjörðum og Tröllaskaga. Við höfum séð mjög óstöðug lög í gryfjunum þar síðustu tvær vikur og mikið af snjóflóðum sem sáust í gær á Tröllaskaganum,“ segir Sveinn og ráðleggur útivistarfólki að halda sig frá bröttum brekkum þegar hættan er svo mikil. Tengdar fréttir Fjórir fjallaskíðamenn björguðust úr snjóflóði Fjórir fjallaskíðamenn lentu í snjóflóði á áttunda tímanum í gærkvöldi í Botnsdal í botni Súgandafjarðar. 22. mars 2017 08:21 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
„Við vitum það auðvitað að það eru ákveðnar hættur sem fylgja þessu sporti. En það sem skiptir máli er að nota þekkingu sína og visku til þess að passa sig og halda sig frá brekkum þar sem hætta er á ferðum,“ segir Rúnar Óli Karlsson, einn fjögurra manna sem lentu í snjóflóði í botni Súgandafjarðar í gærkvöldi. Rúnar er vanur skíðamaður og komst hann naumlega undan snjóflóðinu í gærkvöldi. Hinir þrír urðu undir en þá sakaði ekki alvarlega. Einn var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar en talið er að hann hafi slitið krossband. Ekki þurfti að kalla til björgunarsveitir því mennirnir björguðu sér sjálfir úr flóðinu.Dró fyrir sólu og skyndilega varð snjóblint „Aðstæður voru ágætar. Það var búið að vera gott veður, svolítill vindur og vindpakkaður snjór og frekar hart undir fæti. Við fórum þarna upp að brúninni í botni Súgandafjarðar en þá misstum við svolítið skyggnið. Sólin settist og ský dró fyrir og þá varð svolítið snjóblint. Við ákváðum að skíða aðra leið niður og ég fór rétt á undan félögum mínum,“ segir Rúnar. Brekkan var hins vegar talsvert brattari en hann átti von á. „Ég skíðaði þess vegna bara hratt alla leið niður og stoppaði ekkert, en síðan heyri ég einhvern öskra fyrir aftan mig. Þá sé ég skýið fyrir aftan mig, snjóinn þyrlast upp og hvernig það brotnar upp úr brúninni. Snjómagnið var samt ekkert mikið.“Rúnar tók þessa mynd af brotstálinu sem hafði myndast í gær.„Maður þarf bara að redda sér sjálfur“ Rúnar segir það hafa verið afar heppilegt að þarna hafi hvorki verið stór grjót né gil því þá hefðu hlutirnir mögulega farið verr. „Það er það hættulegasta við þetta, að enda ofan í einhverju gili og margra metra snjór hleðst ofan á mann.“ Aðspurður segist hann hafa séð félaga sína strax. Einn hafi grafist lítillega undir en að þeim hafi tekist að koma honum úr snjónum. „Hann hefði alveg getað mokað sig sjálfur úr en hann sneri sig á fæti svo við hjálpuðum honum,“ segir hann og bætir við að aldrei hafi komið til greina að óska eftir aðstoð björgunarsveita. „Það er bara þannig að þegar maður lendir í svona þá þarf maður bara að redda sér sjálfur. Það þýðir ekkert að hringja í björgunarsveitir, því ef einhver er virkilega grafinn í snjóinn þá verður bara að bjarga honum strax.“Ákvörðunin var röng Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun um að snjóalög væru óstöðug á Kistufelli, sem þó er í talsverðri fjarlægð frá þeim stað sem mennirnir fjórir voru. Rúnar segir að þrátt fyrir að snjóflóðaspá Veðurstofunnar sé góðra gjalda verð þá sé hún nokkuð gloppótt. „Maður viðurkennir það alveg að við tókum þarna ranga ákvörðun, og er bara opinskár með það – við hefðum ekki átt að skíða þarna niður. Það var búið að gefa út viðvörun en á allt öðrum stað. Þess vegna reyndi maður bara að hlusta á náttúruna, hlusta eftir brakhljóðum og hvort það brotni undan skíðunum, en við sáum engin merki um að neitt væri í vændum og héldum að allt væri í lagi. En það var greinilega ekki.“Mennirnir fjórir eru allir fjallaskíðamenn. Snjóflóðið féll á áttunda tímanum í gærkvöldi í Botnsdal í botni Súgandafjarðar. Þrír mannanna bárust með flóðinu misjafnlega langt, en Rúnar lenti í jaðrinum á því.loftmyndir.isÞá segist Rúnar hafa lent í minniháttar snjóflóðum í gegnum árum, en engu í líkingu við snjóflóðið í gær, þrátt fyrir að það myndi líklega skilgreinast sem lítið snjóflóð. „Þetta var vissulega ákveðið áfall. Maður lítur í kringum sig og það er ýmislegt sem fer í gegnum hugann, hvar félagarnir séu og svo framvegis,“ segir hann. Fleiri snjóflóð féllu í gær en það í Hesteyrarfirði, þar sem skíðamenn sluppu naumlega. Þá lentu tveir skíðamenn í snjóflóði í Skarðsdal við Siglufjörð en sluppu ómeiddir. Þó nokkur snjóflóð hafa fallið síðastliðna tvo sólarhringa, einkum á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Að sögn Veðurstofunnar eru snjóalög víða óstöðug, en flóðin hafa ekki ógnað þéttbýli. Tvö stærstu flóðin hafa mælst af þriðju stærðargráðu, en slík flóð nægja til að kaffæra til dæmis flutningabíl, geta skemmt hús og minni byggingar. Annað þeirra féll í grennd við Siglufjörð og hitt við Ólafsfjörð.Aukin hætta á morgun Sveinn Brynjólfsson, á snjóflóðavakt Veðurstofunnar, segir aukna hættu á snjóflóðum á morgun. „Hún byrjar að aukast þegar það hlýnar í fyrramálið. Það stendur stutt og þá ætti að draga úr því aftur og þá ætti snjórinn að verða stöðugri,“ segir hann. „Hættan er mest á norðanverðum Vestfjörðum og Tröllaskaga. Við höfum séð mjög óstöðug lög í gryfjunum þar síðustu tvær vikur og mikið af snjóflóðum sem sáust í gær á Tröllaskaganum,“ segir Sveinn og ráðleggur útivistarfólki að halda sig frá bröttum brekkum þegar hættan er svo mikil.
Tengdar fréttir Fjórir fjallaskíðamenn björguðust úr snjóflóði Fjórir fjallaskíðamenn lentu í snjóflóði á áttunda tímanum í gærkvöldi í Botnsdal í botni Súgandafjarðar. 22. mars 2017 08:21 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Sjá meira
Fjórir fjallaskíðamenn björguðust úr snjóflóði Fjórir fjallaskíðamenn lentu í snjóflóði á áttunda tímanum í gærkvöldi í Botnsdal í botni Súgandafjarðar. 22. mars 2017 08:21
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent