Subaru jeppi kynntur í næsta mánuði Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2017 11:22 Subaru Ascent í feluklæðum. Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Nú þremur árum eftir að Subaru hætti framleiðslu á Tribeca jeppa sínum er japanski bílaframleiðandinn að fara að kynna arftaka hans og mun hann fá nafnið Subaru Ascent. Ascent er stór jeppi með þrjár sætaraðir og mjög langur, eða 5,2 metrar. Ascent er örlítið lengri en Chevrolet Tahoe, sem ekki þykir nú lítill jeppi. Þó svo að á þessari mynd af bílnum sé útlit hans nokkuð falið má sjá að hann erfir talsvert af útliti Viziv-7 Concept bílsins sem Subaru sýndi á bílasýningunni í Los Angeles í haust. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkri sinni smíðað og mun vafalaust vera mest hugsaður fyrir Bandaríkjamarkað, en þar í landi er mjög stór markaður fyrir stóra jeppa. Subaru selur að auki langmest af bílum sínum í Bandaríkjunum og hefur átt mjög góðu gengi að fagna þar á undanförnum árum. Subaru mun kynna Ascent jeppann í næsta mánuði á bílasýningunni í New York.Subaru Viziv-7 tilraunabíllinn.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent