Stærsta gjöfin Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 22. mars 2017 07:00 Kæru fermingarbörn, bæði þið sem fermist trúarlega og borgaralega. Fermingardagurinn er gleðidagur. Þá kemur stórfjölskyldan saman til þess að fagna yfir lífinu, yfir persónu ykkar og framtíð. Og í gleði sinni gefur fólk gjafir. Misstórar eftir efnum og ástæðum. Á bak við gjafirnar býr þakklæti og ást. Þegar ég fermdist áttu foreldrar mínir ekki til mikla peninga. Veislan var heima í stofu, mamma eldaði allan matinn, Ingibjörg saumakona útbjó brúnu flauelsdraktina á mig og ég fléttaði sjálf á mér hárið. En það sem stóð upp úr á þessum degi var það að móðursystur mínar og amma og afi í Reykjavík keyrðu 400 km til þess að eiga þennan dag með mér. Því gleymi ég aldrei. Ég man hvað mér þótti frábært að vera aðal og mér þótti ótrúlega vænt um hvað fólk lagði mikið á sig til þess að vera með mér þennan dag. Ég er búin að kenna fermingarbörnum í 30 ár og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Í mínum huga er fermingarundirbúningurinn og allt sem fermingunni tengist ekki síst æfing í því að standa með sjálfum sér og komast að því hvað maður vill. Ég veit að þið heyrið oft gefið í skyn að þið séuð bara gráðug og pakkasjúk og fermist þess vegna, en í fræðslunni sem þið fáið eruð þið hvött til þess að hugsa sjálfstætt og láta ekki annað fólk skilgreina ykkur. Sjálfur fermingardagurinn er síðan æfing í því að vera stór manneskja sem kann að þiggja góða hluti án þess að bera sig saman við aðra og sjá kærleikann á bak við hverja gjöf. Kæra fermingarbarn. Stærsta gjöf fermingardagsins ert þú. Ef þú ákveður að leita að tilgangi lífsins opnum huga og láta ekki aðra skilgreina þig, þá hefur þú sigrað heiminn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun
Kæru fermingarbörn, bæði þið sem fermist trúarlega og borgaralega. Fermingardagurinn er gleðidagur. Þá kemur stórfjölskyldan saman til þess að fagna yfir lífinu, yfir persónu ykkar og framtíð. Og í gleði sinni gefur fólk gjafir. Misstórar eftir efnum og ástæðum. Á bak við gjafirnar býr þakklæti og ást. Þegar ég fermdist áttu foreldrar mínir ekki til mikla peninga. Veislan var heima í stofu, mamma eldaði allan matinn, Ingibjörg saumakona útbjó brúnu flauelsdraktina á mig og ég fléttaði sjálf á mér hárið. En það sem stóð upp úr á þessum degi var það að móðursystur mínar og amma og afi í Reykjavík keyrðu 400 km til þess að eiga þennan dag með mér. Því gleymi ég aldrei. Ég man hvað mér þótti frábært að vera aðal og mér þótti ótrúlega vænt um hvað fólk lagði mikið á sig til þess að vera með mér þennan dag. Ég er búin að kenna fermingarbörnum í 30 ár og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Í mínum huga er fermingarundirbúningurinn og allt sem fermingunni tengist ekki síst æfing í því að standa með sjálfum sér og komast að því hvað maður vill. Ég veit að þið heyrið oft gefið í skyn að þið séuð bara gráðug og pakkasjúk og fermist þess vegna, en í fræðslunni sem þið fáið eruð þið hvött til þess að hugsa sjálfstætt og láta ekki annað fólk skilgreina ykkur. Sjálfur fermingardagurinn er síðan æfing í því að vera stór manneskja sem kann að þiggja góða hluti án þess að bera sig saman við aðra og sjá kærleikann á bak við hverja gjöf. Kæra fermingarbarn. Stærsta gjöf fermingardagsins ert þú. Ef þú ákveður að leita að tilgangi lífsins opnum huga og láta ekki aðra skilgreina þig, þá hefur þú sigrað heiminn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun