Auðga úran sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2017 10:35 Nú um helgina var nýr eldflaugarhreyfill prófaður og fyrr í mánuðinum var fjórum eldflaugum skotið langleiðina að Japan og sagðist Norður-Kórea hafa verið að æfa kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Vísir/EPA Stjórnvöld Norður-Kóreu auðga nú úran sem aldrei fyrr og hefur þess til gerð verksmiðja þeirra tvöfaldast að stærð á undanförnum árum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. Yukiya Amano, yfirmaður stofnunarinnar, segir allt benda til þess að ríkið sé að ná árangri, eins og þeir halda fram.Amano ræddi við Wall Street Journal um ástandið í Norður-Kóreu og kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Mikil spenna er á svæðinu í kringum Kóreuskagann vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu á undanförnum misserum. Nú um helgina var nýr eldflaugarhreyfill prófaður og fyrr í mánuðinum var fjórum eldflaugum skotið langleiðina að Japan og sagðist Norður-Kórea hafa verið að æfa kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu komi nú til greina. Hann sagði núverandi stefnu viðskiptaþvingana ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Í viðtali sínu dró Amano í efa að hægt væri að leysa málið með pólitísku samkomulagi. Engin ástæða væri til að vera bjartsýnn á að slíkt myndi takast. Þrír síðustu forsetar Bandaríkjanna hafa reynt að semja við Pyongyang án árangurs. Starfsmenn kjarnorkumálastofnunarinnar voru reknir frá Norður-Kóreu árið 2009 en þeir fylgjast enn náið með landinu með gervihnöttum og öðrum fáanlegum upplýsingum. Sérstaklega fylgjast þeir með auðgunarverksmiðjunni í Yongbyon. Amano vildi ekki giska á hve mörg kjarnorkuvopn Norður-Kórea hefði smíðað. Bandaríkin og Kína áætla hins vegar að þau geti verið allt að 40 talsins. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Stjórnvöld Norður-Kóreu auðga nú úran sem aldrei fyrr og hefur þess til gerð verksmiðja þeirra tvöfaldast að stærð á undanförnum árum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu vera komna á nýtt stig. Yukiya Amano, yfirmaður stofnunarinnar, segir allt benda til þess að ríkið sé að ná árangri, eins og þeir halda fram.Amano ræddi við Wall Street Journal um ástandið í Norður-Kóreu og kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Mikil spenna er á svæðinu í kringum Kóreuskagann vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu á undanförnum misserum. Nú um helgina var nýr eldflaugarhreyfill prófaður og fyrr í mánuðinum var fjórum eldflaugum skotið langleiðina að Japan og sagðist Norður-Kórea hafa verið að æfa kjarnorkuárás á herstöðvar Bandaríkjanna í Japan. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að fyrirbyggjandi hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu komi nú til greina. Hann sagði núverandi stefnu viðskiptaþvingana ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Í viðtali sínu dró Amano í efa að hægt væri að leysa málið með pólitísku samkomulagi. Engin ástæða væri til að vera bjartsýnn á að slíkt myndi takast. Þrír síðustu forsetar Bandaríkjanna hafa reynt að semja við Pyongyang án árangurs. Starfsmenn kjarnorkumálastofnunarinnar voru reknir frá Norður-Kóreu árið 2009 en þeir fylgjast enn náið með landinu með gervihnöttum og öðrum fáanlegum upplýsingum. Sérstaklega fylgjast þeir með auðgunarverksmiðjunni í Yongbyon. Amano vildi ekki giska á hve mörg kjarnorkuvopn Norður-Kórea hefði smíðað. Bandaríkin og Kína áætla hins vegar að þau geti verið allt að 40 talsins.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent