Fræðilegir frambjóðendur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. mars 2017 07:00 Hvernig stendur eiginlega á því að þið eruð alltaf að taka viðtöl við Hannes Hólmstein í fréttunum, hann er alltaf kallaður til þegar það þarf að fá viðbrögð úr akademíunni? Er hann ekki svo pólitískur og tengdur, ég meina er hann ekki innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn?“ Fréttamaður: „Nei, sjáðu hann hefur aldrei setið á þingi eða farið í prófkjör og jú hann er vinur Davíðs, en hann er líka fræðimaður og hann heldur þessu alveg aðskildu, toppmaður.“ „En af hverju talið þið aldrei við til dæmis Eirík Bergmann eða Baldur Þórhalls?“ Fréttamaður: „Jú sjáðu, þeir hafa nú báðir blessaðir verið í framboði eða í prófkjöri hjá Samfó, annar þeirra sat nú bara á þingi fyrir Samfó.“ „Geta þeir samt ekki aðskilið, svona eins og Hannes?“ Fréttamaður: „Nei, það er nú sitt hvað að þekkja Davíð eða vera á þingi fyrir stjórnmálaflokk. Við leggjum það ekki á þá að þurfa að tjá sig um hvað þeirra menn eru að segja á þingi. Og svo þurfum við að hugsa um áhorfendur. Þeir verða að geta treyst því að þegar við tölum við fólk úr akademíunni þá séu það hlutlausir, já og helst blóðlausir, fræðimenn sem eru bara að rannsaka og svona. Grundvallaratriði, skilurðu.“ „Ég skil, en getið þið ekki bara látið áhorfendur vita, ég meina, upplýst um það að þeir séu með þessi tengsl við stjórnmálin og þannig kallað þá til? Þetta eru jú fínir fræðimenn.“ Fréttamaður: „Já, þú meinar, að við látum áhorfendur vita, já kannski er það góð hugmynd.“ „Já, svona í nafni upplýstrar umræðu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun
Hvernig stendur eiginlega á því að þið eruð alltaf að taka viðtöl við Hannes Hólmstein í fréttunum, hann er alltaf kallaður til þegar það þarf að fá viðbrögð úr akademíunni? Er hann ekki svo pólitískur og tengdur, ég meina er hann ekki innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn?“ Fréttamaður: „Nei, sjáðu hann hefur aldrei setið á þingi eða farið í prófkjör og jú hann er vinur Davíðs, en hann er líka fræðimaður og hann heldur þessu alveg aðskildu, toppmaður.“ „En af hverju talið þið aldrei við til dæmis Eirík Bergmann eða Baldur Þórhalls?“ Fréttamaður: „Jú sjáðu, þeir hafa nú báðir blessaðir verið í framboði eða í prófkjöri hjá Samfó, annar þeirra sat nú bara á þingi fyrir Samfó.“ „Geta þeir samt ekki aðskilið, svona eins og Hannes?“ Fréttamaður: „Nei, það er nú sitt hvað að þekkja Davíð eða vera á þingi fyrir stjórnmálaflokk. Við leggjum það ekki á þá að þurfa að tjá sig um hvað þeirra menn eru að segja á þingi. Og svo þurfum við að hugsa um áhorfendur. Þeir verða að geta treyst því að þegar við tölum við fólk úr akademíunni þá séu það hlutlausir, já og helst blóðlausir, fræðimenn sem eru bara að rannsaka og svona. Grundvallaratriði, skilurðu.“ „Ég skil, en getið þið ekki bara látið áhorfendur vita, ég meina, upplýst um það að þeir séu með þessi tengsl við stjórnmálin og þannig kallað þá til? Þetta eru jú fínir fræðimenn.“ Fréttamaður: „Já, þú meinar, að við látum áhorfendur vita, já kannski er það góð hugmynd.“ „Já, svona í nafni upplýstrar umræðu.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun