BMW X2 og X7 á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2017 12:00 BMW X2 jepplingur er á leiðinni. Á síðasta ári náði Mercedes Benz að selja fleiri bíla en BMW, í fyrsta sinn frá árinu 2004 og hafði BMW því haldið sölukórónunni í tólf ár þar til Mercedes Benz náði henni aftur í fyrra. Benz seldi 2,23 milljón bíla og eru þá bílar Smart reiknaðir með. BMW seldi rétt rúmlega 2 milljónir bíla í fyrra, en ef merkin Rolls Royce og Mini eru talin með en þau eru í eigu BMW var heildarsalan reyndar hærri en hjá Benz, eða 2,37 milljón bílar. Engu að síður seldust færri BMW bílar en Benz bílar. BMW ætlar að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz og liður í þeirri áætlun er að kynna 40 nýja bíla á næstu tveimur árum. Flestir þeirra eru nýjar kynslóðir þekktra bíla BMW, en sumir þeirra þó glænýjar gerðir. Meðal þeirra er X2 og X7 jepplingur og jeppi. BMW ætlar líka að kynna arftaka Z4 sem gæti fengið stafina Z5 og nýja kynslóð i8 Spyder sem á að koma á næsta ári. Stutt er í nýjan X3 jeppling, líklega bara nokkrir mánuðir og heyrst hefur að hann muni einnig fást í M-útgáfu. Þá hafa heyrst raddir um að BMW ætli að kynna nýjan 8-series bíl og að hann líti dagsljósið árið 2019 og að nýr rafmagnsbíll verði kynntur árið 2021. BMW ætlar að eyða samtals 10 milljörðum evra í þróun nýrra bíla sinna, svo það verður nóg að gera hjá hönnuðum og verkfræðingum BMW á næstunni. Hvort það dugar til að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz verður hinsvegar bara að koma í ljós. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Á síðasta ári náði Mercedes Benz að selja fleiri bíla en BMW, í fyrsta sinn frá árinu 2004 og hafði BMW því haldið sölukórónunni í tólf ár þar til Mercedes Benz náði henni aftur í fyrra. Benz seldi 2,23 milljón bíla og eru þá bílar Smart reiknaðir með. BMW seldi rétt rúmlega 2 milljónir bíla í fyrra, en ef merkin Rolls Royce og Mini eru talin með en þau eru í eigu BMW var heildarsalan reyndar hærri en hjá Benz, eða 2,37 milljón bílar. Engu að síður seldust færri BMW bílar en Benz bílar. BMW ætlar að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz og liður í þeirri áætlun er að kynna 40 nýja bíla á næstu tveimur árum. Flestir þeirra eru nýjar kynslóðir þekktra bíla BMW, en sumir þeirra þó glænýjar gerðir. Meðal þeirra er X2 og X7 jepplingur og jeppi. BMW ætlar líka að kynna arftaka Z4 sem gæti fengið stafina Z5 og nýja kynslóð i8 Spyder sem á að koma á næsta ári. Stutt er í nýjan X3 jeppling, líklega bara nokkrir mánuðir og heyrst hefur að hann muni einnig fást í M-útgáfu. Þá hafa heyrst raddir um að BMW ætli að kynna nýjan 8-series bíl og að hann líti dagsljósið árið 2019 og að nýr rafmagnsbíll verði kynntur árið 2021. BMW ætlar að eyða samtals 10 milljörðum evra í þróun nýrra bíla sinna, svo það verður nóg að gera hjá hönnuðum og verkfræðingum BMW á næstunni. Hvort það dugar til að ná sölukórónunni aftur af Mercedes Benz verður hinsvegar bara að koma í ljós.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent