Snýr Volgan aftur? Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2017 09:00 Hver kannast ekki við hann þennan sem kominn er á virðulegan aldur. Hver man ekki eftir Volga bílunum rússnesku sem komnir eru á einhvern aldur? Nú gætu bílar með Volga merkinu snúið aftur á næstunni, en framleiðslu þeirra var hætt árið 2010. Volga er hluti af GAZ Group sem framleiðir mestmegnis atvinnubíla og er með höfuðstöðvar í Nizhny Novgorod í Rússlandi. Síðasti fólksbíll Volga bar nafnið Siber og var systurbíll Chrysler Sebring. Volga var áður þekkt fyrir að smíða lúxusbíla, að minnsta kosti á rússneska vísu. Ef að framleiðslu Volga bíla verður munu þeir ekki verða lúxusbílar heldur smáir bílar og smáir sendibílar á stærð við Volkswagen Caddy. GAZ framleiðir nú sendibílinn GAZelle, en ef að Volga sendibíl yrði, væri hann talsvert minni bíll. GAZelle er einn bíla í línu GAZ sem inniheldur pallbíla, sendibíla, litla strætisvagna og fjölnotabíla. Ástæðan fyrir GAZ að nota áfram merki Volga er að ímynd þess er sterk í Rússlandi og þekkt fyrir að smíða sterka bíla sem bila lítið og það væri ekki slæmt orðspor fyrir vinnubíla, hvað þá fólksbíla fyrir almenning. Nýir Volga bílar yrðu samt á lágu verði. Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin innan herbúða GAZ og ef hún yrði jákvæð er ekki ljóst hvort að Volga bílar yrðu byggðir á nýjum undirvagni eða á undirvagni annarra þekktra framleiðenda. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Hver man ekki eftir Volga bílunum rússnesku sem komnir eru á einhvern aldur? Nú gætu bílar með Volga merkinu snúið aftur á næstunni, en framleiðslu þeirra var hætt árið 2010. Volga er hluti af GAZ Group sem framleiðir mestmegnis atvinnubíla og er með höfuðstöðvar í Nizhny Novgorod í Rússlandi. Síðasti fólksbíll Volga bar nafnið Siber og var systurbíll Chrysler Sebring. Volga var áður þekkt fyrir að smíða lúxusbíla, að minnsta kosti á rússneska vísu. Ef að framleiðslu Volga bíla verður munu þeir ekki verða lúxusbílar heldur smáir bílar og smáir sendibílar á stærð við Volkswagen Caddy. GAZ framleiðir nú sendibílinn GAZelle, en ef að Volga sendibíl yrði, væri hann talsvert minni bíll. GAZelle er einn bíla í línu GAZ sem inniheldur pallbíla, sendibíla, litla strætisvagna og fjölnotabíla. Ástæðan fyrir GAZ að nota áfram merki Volga er að ímynd þess er sterk í Rússlandi og þekkt fyrir að smíða sterka bíla sem bila lítið og það væri ekki slæmt orðspor fyrir vinnubíla, hvað þá fólksbíla fyrir almenning. Nýir Volga bílar yrðu samt á lágu verði. Lokaákvörðun hefur ekki verið tekin innan herbúða GAZ og ef hún yrði jákvæð er ekki ljóst hvort að Volga bílar yrðu byggðir á nýjum undirvagni eða á undirvagni annarra þekktra framleiðenda.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent